Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Kvennastarf GVG

 

  Kvennanefndina skipa
Hugrún Elísdóttir Formaður 695 8392
Bryndís Theodórsdóttir        862 1355
Anna María Reynisdóttir       869 6076
Kolbrún Haraldsdóttir          845 0004

Myndir frá kvennagolfinuFrétt úr starfi kvennagolfsins

Vorferð golfkvenna

 

Golfkonur úr Vestarr byrjuðu sumarið á því að skella sér í tveggja daga ferð upp í Borgarfjörð ásamt tveim skemmtilegum konum úr Golfklúbbnum Mostra. Lagt var í hann föstudaginn 22. maí. Spilaður var einn hringur á Hamarsvelli í talsverðum strekking en það þarf nú meira til þess að grundfirskar konur setji kylfurnar í pokana  og hætti leik. Að loknum 18 holum, veðurbarðar og fínar, var  farið yfir að Hótel Hamri þar sem beið okkar uppábúin rúm og þriggjarétta kvöldverður sem var kærkominn eftir daginn.  Rúmin máttu bíða enda yfirleitt ekki mikið notuð í svona skemmtilegum hóp. Setið var fram eftir  kvöldi við hina ýmsu samkvæmisleiki og mörgu öðru skemmtilegu.

Farið var snemma á fætur á laugardagsmorgninum til að mæta í girnilegt morgunverðarhlaðborð og síðan var haldið á teig. Byrjað var að spila í lítilsháttar rigningu en ekki var búið að spila nema tvær til þrjár brautir þegar konur tóku að fækka fötum og ekki skal spyrja að hvernig útbúnaðurinn var orðinn á þeirri átjándu. Stelpur allar saman takk fyrir skemmtilega helgi. Nú er stefnt að því að halda í slíka vorferð í upphafi hverrar sumarvertíðar til þess að starta sumrinu. Fyrir hönd kvennanefndar,

Hugrún Elísdóttir

Anna María Reynisdóttir    

                 

 

Mikilvægar dagsetningar fyrir sumarið 2009

MAÍ
Háforgjafarmót Vestarrs sunnudaginn 17. maí

Vorgolfferð Vestarrkvenna að Hamri  dagana 22. - 23. maí

Landsbanka mótaröð 1 sunnudaginn 24. maí


JÚNÍ

FMÍ mótaröðin í Grundarfirði þriðjudaginn 2. júní

Sjómannadagsmót Guðmundar Runólfssonar hf. föstudaginn 5.júní

Ryderkeppni milli Vestarrs- og Mostrakvenna mánudaginn 8. Júní

Landsbanka mótaröð 2 fimmtudaginn 11. júní

Hjóna- og paramót fimmtudaginn 18. júní

Jónsmessumót föstudaginn 19. júní

Landsbanka mótaröð 3 fimmtudaginn 25. Júní

Ragnar og Ásgeir opið mót laugardaginn 27. Júní


JÚLÍ
Landsbanka mótaröð 4 fimmtudaginn 2. júlí

Meistaramót GVG dagana 7. - 10. júlí

Hjóna- og paramót sunnudaginn 12. júlí

HSH Stykkishólmi miðvikudaginn 22. júlí

Opna Soffamótið sunnudaginn 26. Júlí


ÁGÚST

Sveitakeppni kvenna 1. og 2.deild á Akranesi dagana 7. - 9. ágúst

Vestarr víkingur og valkyrja fimmtudaginn 13. ágúst

KB bankamótið 36 holur laugardaginn 15. ágúst

Hjóna- og paramót fimmtudaginn 27. ágúst

Vesturlandsmót kvenna í Stykkishólmi, laugardaginn 29. ágúst

Seinni hluti Ryderkeppninnar milli Vestarrs- og Mostrakvenna
laugardaginn 12. September.

Núna erum við konurnar í Golfklúbbnum Vestarr að fara að dusta rykið af kylfunum okkar og ætlum að vera duglegar að mæta á völlinn í sumar.  Kvennanefndin ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og stendur fyrir vikulegum golfkvöldum öll þriðjudagskvöld í sumar. 

Jæja kona góð var kannski áramótaheit þitt að hreyfa þig meira í ár?  Ef svo er þá er alveg tilvalið að labba hring á golfvellinum með hressum golfkonum.

Fyrsta kvöldið verður þriðjudaginn 19. maí kl. 18:00.

 

Í sumar verður boðið upp á:

·        Fría æfingabolta til að æfa sig á æfingasvæðinu

·        Golfkennslu fyrir þær sem hafa áhuga

·        Konukvöld þar sem hver kona á bjóða með sér gesti til að spila á vellinum.  Boðið verður upp á kennslu fyrir þær sem vilja.

·        Ryderkeppni milli Vestarrskvenna og Mostra

·        Helgarferð að Hótel Hamri og spilað í Borgarnesi og Akranesi.

·        Sveitakeppni GSÍ á Akranesi.

 

Kvennanefnd GVG sumarið 2009 skipa þær:

Hugrún Elísdóttir formaður               438 6592 / 695 8392

Bryndís Theodórsdóttir                     438 6788 / 862 1355

Anna María Reynisdóttir                   438 6638/ 869 6076

Kolbrún Haraldsdóttir                        438 6606 / 845 0004Lækkun á árinu 2008: Árið 2008 lækkaði ein kona um 8,9 en það var Bryndís Theodórsdóttir og Anna María Reynisdóttir lækkaði um 6,2   Glæsilegur árangur þetta og óskar GVG þeim til hamingju með það.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 19
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 596
Gestir í gær: 171
Samtals flettingar: 2115172
Samtals gestir: 271158
Tölur uppfærðar: 7.12.2021 02:11:35

Tenglar