Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Saga Klúbbsins

  Þessi síða er enn í smíðum.  Þeir sem eiga efni, myndir eða góðar sögur endilega komið þeim til söguritara (þórðar Magg [email protected])

Saga golfklúbbsins Vestarr


Í upphafi voru það þeir Páll Guðmundssson, Bent Russel, Gunnar Kristjánsson, Magnús Álfsson og Friðrik Clausen sem fengu þá flugu í höfuðið að það væri stórgóð hugmynd að byggja upp golfvöll í Grundarfirði.  Í framhaldi af því stofnuðu þeir félagar klúbbin Vestarr  27. júlí árið 1995 og mynduðu þessir sömu menn fyrstu stjórn golfklúbbsins.  Fyrsti formaður klúbbsins var Páll Guðmundsson, varaformaður  Friðrik Rúnar Friðriksson, gjaldkeri Bent Russel, ritari  Gunnar Kristjánsson og meðstjórnandi Magnús Álfsson.  Hér má sjá þessa vösku ungu menn:


Sveitarstjóninn okkar á þeim tíma hann Magnús Stefánsson var stjórninni afar hjálplegur og meðal með samningu laga klúbbsins.

Fyrsta verk stjórnarinnar var að semja við stórlandeigandann hann Njál Gunnarsson í Suður-Bár.  Tók Njáll vel í þessar bollaleggingar og lagði klúbbnum til land þar sem Báravöllur var síðar byggður.  Því næst var haft samband við Hannes Þorsteinsson golfvallarhönnuð og hann fenginn til þess að hanna 18 holu golfvöll, menn voru stórhuga strax í upphafi.  Fyrsta árið fór sem sagt vel af stað, golf-félagar voru strax orðnir 49 talsins.  Fjárfest var í gamalli brautarsláttuvél frá Sauðárkrók, gras var slegið sem og fyrstu boltarnir.  Á aðalfundi 4 nóv sama ár fékk svo klúburinn nafnið Vestarr.

   Árið eftir eða 1996 var fjárfest í fyrsta skála félagsins, heilir 20 fermetrar og var það mikil og góð framför fyrir klúbbinn.  Hér má sjá þegar skálinn kemur inn á golvallarsvæðið
Fyrsta motanefnd var skipuð þann 30 mars 1996 og voru í henni Bent Russel, Hermann Þór Geirsson og Sveinn Ragnarsson.  Einnig var skipuð framkvæmdarnefnd golfskál og hana skipuðu Páll Guðmundsson, Halldór Halldórsson, Guðmundur Friðriksson, Guðni E. Hallgrímsson og Ingi Þór Guðmundsson.

Hér má sjá mótanefnd (ásamt einum föður):


Og hér má sjá vaska drengi í byggingarvinnu:


Golfskálinn var tilbúinn og sýndur á planinu við Ásakjör 12 maí 1996.  Við það tilefni var kaffisala og voru þar seldar veitingar fyrir 14.600 kr   Skálinn var síðann fluttur og settur á undirstöður sínar á Báravelli miðvikudagskvöldið 15. maí.  Þann 16 maí fór í fyrsta sinn fram golfkennsla á vellinum.  kennarinn var Jón Karlsson og í kennsluna voru skráðir 29 þáttakendur.

Klúbburinn fékk fyrsta merki sitt að gjöf frá Eiði Erni Eiðssyni þann 27 maí 1996.  Afskaplega fallegt merki og litskrúðugt en því merki var lagt síðar og tekið upp merki sem var einfaldara (ódýrara) í notkun. 


Fyrsta mót Vestarr var haldið þann 15. júní 1996 og fyrir það mót var skipuð forgjafarnefnd en í henni var einn maður, Magnús Þórðarsson og var hann jafnframt formaður nefndarinnar.  Búnaðarbankinn  í Grundarfirði var aðalstyrktaraðili mótsins og sveitarstjóra og sveitarstjórn boðið til leik og spiluðu þau eina braut við upphafi móts.

Fyrsta árshátíð félagsins var haldinn 23. nóvember 1996 og bauð klúbburinn upp á fordrykk.  Þóttu það mikil nýmæli.  Fór drykkurin misjafnlega í menn eins og sjá má:
Fyrstu árgjöld voru ákveðin á aðalfundi 23 nóvember, fullt gjald fullorðinna kr 18.000, makar greiði hálft gjald sem eldri borgarar og unglingar.

Þar með lauk viðburðarríku fyrsta starfsári klúbbsins.

1997 fengum við rafmagn í golfskálann við mikinn fögnuð félaga.  Þá var einnig pallur smíðaður við skálann og fyrsti samningur gerður um vallarleigu.  Símasambandi var komið á um haustið.  Fysrta meistaramót klúbbsins var haldið og þann 5. ágúst þótti stjórninni þörf á að bóka að ýmisleg mætti læra af framkvæmd þess móts...

Um haustið 1997 er ákveðið að fjarfesta í smáhýsi (klósett og geymsla) og var drifið í því en það kostaði heilar 150 þúsund.  Hér sést þegar Palli fremur lyktarprufu af nýja klósettinu12. nóvember 1997 var gerður leigu og þjónustusamningur við landeigendur Suður-Bárs og gildir sá samningur í tuttugu ár eða til 2017

12 janúar var bókað að Páll Guðmundss væri búinn að redda öllu sem til þurfi til að æfa golf innanhúss og íþróttahúsið var laust á sunnudagsmorgnum og var ákveðið að hafa æfingar frá 10-12 alla sunnudaga. 2001 tók Dagbjartur Harðarsson við keflinu af Páli sem formaður klúbbsins.  Næstur formanna var Ásgeir Ragnarsson en hann tók við árið 2002 og gengdi því til ársins 2009 en það ár tók Pétur V Georgsson við keflinu.

Meira síðarr...

Vafraðu um

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 535
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 2089383
Samtals gestir: 263469
Tölur uppfærðar: 21.10.2021 04:58:36

Tenglar