Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2017 Desember

11.12.2017 09:18

Stjórnarfundur 10.12.2017

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr

haldinn 10.des. að Grundargötu 18 kl.20.00

 

Fundur settur

Fundargerð seinasta fundar samþykkt

Aðalfundur ákveðinn 8.jan.2018. Það vantar nýjan gjaldkera þar sem núverandi gjaldkeri hyggst ekki starfa áfram.  Ýmsar tillögur komu fram og verður farið í það að ræða við það fólk.  Gunnar verður áfram í mótanefnd, Systa í skálanefnd, Kjartan og Bent í vallarnefnd, Einar í nýliða- og unglinganefnd og Ragnar Smári og Heimir Þór í fjáröflunarnefnd.

Á aðalfundi verður útnefndur efnilegasti nýliði klúbbsins.

Bárarvöllur, nýr samningur við landeiganda.  Landeigandi vill ekki framlengja núverandi samningi sem er útrunninn.  Hann vill búa til nýjan samning   og verður hann tekinn til skoðunar þegar hann verður tilbúinn.

Fjármál golfklúbbsins eru ekki nógu góð.  Síðastliðið sumar var erfitt veðurfarslega, golfkennarinn var dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir og styrkir til klúbbsins voru lágir.

Stjórnin samþykkti að taka lán allt að 2.000.000 hjá Landsbanka Íslands til að borga reikninga sem eftir er að greiða.

Það þarf að efla fjáröflunarnefndina og það þarf að reyna að fá hærri fjárhæð í styrki. Hafa verið í sömu upphæð í mörg ár.

Sláttusamningur við sveitafélagið hefur hækkað og ern ú 3.250.000.  Hann er til 5 ára og er vísitölutryggður.

Ekkert undir önnur mál.

Fundi slitið kl.21.20

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 535
Gestir í gær: 149
Samtals flettingar: 2089414
Samtals gestir: 263477
Tölur uppfærðar: 21.10.2021 05:39:55

Tenglar