Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2019 Júní17.06.2019 11:59ÓtitlaðAðalfundur Golfklúbbsins
miðvikudaginn 27 mars 2019. Kl. 20.30 í Sögumiðstöðinni 1.
Kosning fundarstjóra. Stungið var uppá Guðna Hallgrímssyni.
Samþykkt samhljóða. 2.
Kosning fundarritara. Stungið uppá Unni Birnu Þórhallsdóttur.
Samþykkt samhljóða. 3.
Skýrsla stjórnar um störf
og framkvæmdir á liðnu starfsári. Garðar Svansson formaður flutti skýrslu stjórnar. (Sjá
fylgiskjal 1) Helga Ingibjörg Reynisdóttir formaður skálanefndar lagði fram skýrslu
skálanefndar. (Sjá fylgiskjal 2) Fleiri skýrslur komu ekki fram á fundinum. 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Einar Þór Jóhannsson gjaldkeri klúbbsins fór yfir
ársreikninginn. Þar kemur í ljós að staða klúbbsins er ágæt. Styrkir til
klúbbsins eru þó minni en áður hefur verið. Gjaldkeri verður Hinrik Konráðsson, kosinn
til eins árs. Ritari verður Jófríður Friðgeirsdóttir, kosin til tveggja ára. Formaður sagði frá því að Sigurþór Jónsson
verður með kennslu fyrir hópa á vegum klúbbsins. Umræða um Bárarvöll og hans framtíð. Umræður um göngustíginn frá 1.holu yfir á
2.braut. Það þarf að laga hann. Það
þarf að laga bönkerana, setja meiri sand og snyrta kantana. Það vantar fjármagn
til að klára að gera það sem þarf á vellinum. Starfsmannamál voru til umræðu en þau eru í vinnslu. Formaður sagði frá því að á næsta ári verður
klúbburinn 25 ára. Hann stakk uppá því að fá tilboð í golfferð haustið 2020. Formaður þakkaði traustið og minnti á að
starfið byggðist á virkni félaga. Þakkaði fráfarandi stjórnarmeðlimum fyrir vel
unnin störf og bauð nýja stjórnarmeðlimi velkomna til starfa. Fundi slitið kl.21.30 Unnur Birna Þórhallsdóttir ritari Fylgiskjal 1 Góðir félagar Starfsemi Golfklúbbsins Vestarr var með
hefðbundnum hætti árið 2018. Hirða og ástand vallar var með besta móti og þeir
kylfingar og gestir sem komu á völlinn voru mjög ánægðir með umgjörð og
móttökur á velli og í skála. Að venju
hafði veður töluverð áhrif á afkomu klúbbsins þetta árið og má segja að
væntingar um spilaða hringi hafi engan veginn staðið undir sér. Vel var talað um starfsfólk okkar í sumar,
bæði á velli og í skála. Viljum við þakka þeim góð störf í sumar. Almennt
eru félagsmenn ánægðir að koma á völlinn þar sem tekið er á móti þeim af
starfsfólki í skála. Til að styrkja stöðu klúbbsins og auka viðveru starfsmanna
í skál var leitað á haustmánuðum til Grundarfjarðarbæjar með þá hugmynd að
Vestarr taki yfir umsjón með Tjaldsvæði Grundarfjarðar. Sú hugmynd er ennþá í
mótun og viðræður við sveitarfélagið í gangi. Eins og áður sagði spilaði veður stórt hlutverk
í afkomu félagsins í sumar. Þrátt fyrir að tekjur af móts- og vallargjöldum
hafi ekki verið eins og væntingar stóðu til þá tókst okkur að skila rekstri
klúbbsins réttu megin við núllið. Inn í þeim tölum eru samt afborganir lána.
Þröng staða hefur komið niður á framkvæmdum og eru sumar framkvæmdir orðnar
aðkallandi. Skoða þarf með hvað hætti hægt er að koma nauðsynlegum framkvæmdum
af stað. Stærsta hindrun okkar er fjármagn og tækjaskortur. Samstarf við
sveitarfélagið hefur gengið vel og verið sterkur grunnur í fjármögnun klúbbsins
og vonandi næst að auka það samstarf með auknum verkefnum og tekjum. Með því
mætti fjármagna framkvæmdir sem eru framundan. Á þessum aðalfundi láta 2 stjórnarmenn af
störfum en Unnu Birna Þórhallsdóttir og
Einar Þór Jóhannesson víkja úr stjórn og þökkum við þeim fyrir góða starf,
jafnframt hefur Gunnar Ragnarsson ákveðið að víkja úr sæti formanns mótanefndar
og færum við honum einnig góðar þakkir fyrir gott starf. Öllu stjórnar- og nefndarfólki þakka ég gott
starf og hlakka til samstarfs á komandi árum. Gleðilegt golfsumar Garðar Svansson Fylgiskjal 2 Golfklúbburinn
Vestarr. Skýrsla
Skálanefndar starfsárið 2018 Skálanefnd annast eftirlit með skálanum í
samstarfi við starfsmenn klúbbsins og gjaldkera
og gengur eftir því að skálinn og umhverfi hans sé ávallt hreint og
snyrtilegt. Starf skálanefndar var með svipuðu móti og
síðasta ár. Þær stöllur Steinunn og Þórey sáu um skálann
annað árið í röð og var hann þrifinn hátt og lágt í upphafi og enda sumars.
Alveg til fyrirmyndar. Eins og oft áður spilaði veðrið inn í að ekki
var mikil traffík á vellinum og þar af leiðandi ekki heldur í skálanum. En þær
stöllur hafa verið ansi duglegar við að bjóða upp á ýmiskonar kræsingar og hvet
ég fólk til að koma við í og tékka á úrvalinu. Útibekkir og pallur voru málaðir. Að öllum líkindm verða þær ráðnar aftur næsta
sumar, þ.e.a.s. ef þær skila sér frá Spáni. Formaður skálanefndar, formaður kúbbsins ásamt
formanni vallarnefndar fóru yfir það sem gera þarf í skálanum og var það einna
helst að gera varanlega við leka á gluggum. Þeir Garðar og Hermann töluðu um að
fara í það verk í vetur!
Helga Ingibjörg Reynisdóttir - Systa formaður skálanefndar. MMynd
SK 03.06.2019 14:55Hjartastuðtæki á BárarvelliÁ föstudaginn 31 maí var Golfklúbbnum Vestarr afhent hjartastuðtæki að gjöf frá Kvenfélaginu Gleym mér ei og Lionsklúbbi Grundarfjarðar. Það voru þær Hrafnhildur Jóna frá Kvenfélaginu Gleym mér ei og María Ósk frá Lionsklúbb Grundarfjarðar sem afhentu tækið. Garðar Svansson formaður Vestarr tók við tækinu og þakkaði fyrir gjöfina. Það hefur þurft að kalla til læknir í bráðaútkall á Bárarvöll og er útkallstími það mikill að talið er brýn þörf á að staðsett sé hjartastuðtæki við golfvöllinn, Þegar leitað var Lion og kvenfélagsins um aðkomu þeirra að því að hafa til taks tæki á Bárarvelli, var strax gefið jákvætt svar af þeirra hálfu og á föstudaginn var tækið formlega á Sjómannadagsmóti G.Run hf. Fjölmenni var á mótinu sem að venju var skemmtimót af bestu gerð. ![]()
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 217 Gestir í dag: 150 Flettingar í gær: 744 Gestir í gær: 195 Samtals flettingar: 1966483 Samtals gestir: 230380 Tölur uppfærðar: 17.4.2021 17:24:35 TenglarEldra efni
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is