Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2017 Febrúar24.02.2017 09:38Frá stjórnÁgætu félagar. Þó ekki sé sama sumarblíðan og oft hefur verið í vetur þá erum við farinn að huga að komandi sumri. Á síðasta aðalfundi létu þeir Ágúst Jónsson og Guðni Hallgríms af störfum sem formenn nefnda. Gústi sem formaður mótanefndar og Guðni sem formaður vallarnefndar. Okkur vantar fólk til að stýra þessum nefndum. Þessar nefndir eru grunnurinn í starfi félagsins og því mikilvægt að þær séu starfandi. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á að taka þátt í starfi félagsins að setja sig í samband við okkur í stjórninni. Á það við alla ekki einungis þá sem vilja stýra ofangreindum nefndum, okkur vantar alltaf duglegar hendur í skemmtilegt félagsstarf. Í starfi eins og Vestarr byggist starfið algjörlega á hlutdeild félaganna og virkni þeirra til að taka þátt í undirbúning og framkvæmt viðburða sem félagið kemur að. Við höfum átt í gegnum tíðina gott starf sem hefur alfarið byggst á hlutdeild félaga og velunnara klúbbsins. Við þurfum slíkt félagsstarf, til að halda áfram góðu starfi. Garðar, 6621709 Kristín 8639007 Unnur Birna 8685167
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 151 Gestir í dag: 47 Flettingar í gær: 281 Gestir í gær: 60 Samtals flettingar: 1744695 Samtals gestir: 210336 Tölur uppfærðar: 8.12.2019 13:06:17 TenglarEldra efni
|
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is