Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2015 Júlí30.07.2015 11:02Par 3Par 3 völlur! Breytum velli í par 3 holu völl í dag fimmtudag 30.07.15 og höldum mót :) Mæting kl: 17:15, ræsum út á öllum teigum kl: 17:30. Skráning á staðnum. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sæti í karla og kvennaflokki. Leikmaður heldur vallarforgjöf deilt með 2. Þátttökugjald 500 kr. Mótanefndin. Skrifað af Mótanefnd 29.07.2015 09:49Stjórnarfundur 22.júlíStjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr 22.júlí 2015 kl.20.00. Haldinn í golfskála á Bárarvelli. Mættir: Garðar Svansson, Ágúst Jónsson Ásgeir Ragnarsson, Kjartan Sigurjónsson, Helga I. Reynisdóttir, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir. Á góðri stund - Búið að redda verðlaunum fyrir bryggjuchippið. Það verður ekki posi á staðnum og þarf því að borga með peningum. Allt klárt fyrir grillið á fimmtudeginum, búið að manna það. Bílakaup - Búið er að kaupa bíl sem er til nota fyrir starfsmenn vallarins. Keyptur á 270.000.- Það fylgja felgur fyrir minni dekk og það þarf að skipta þeim út. Völlurinn - Friðgeir Hjaltalín kom og ruddi jarðveginum á 2.braut. Þarf að drena þegar við sjáum hvar mesta bleytan er. Helst þarf að þökuleggja fyrir haustið. Brautarvélin - Sennilega er farinn öxull í henni. Það verður athugað sem fyrst og þá væntanlega keypt nýtt drif. Önnur mál - Rætt var um árshátíðarmótið sem verður þann 26.september vegna 20 ára afmælis klúbbsins. Magnús Álfsson verður gerður að heiðursfélaga Golfklúbbs Vestarr. Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.20.50. Unnur Birna Þórhallsdóttir Ritari Golfklúbbsins VestarrSkrifað af Unnur Birna 27.07.2015 11:57SkemmtimótÍ tilefni dagsins og vegna veðurs verður skemmtimót í dag. Aðeins 1.000 kr og kleinur með kaffinu smile emoticon TEXAS-----9-holur------ mæting 17:30, ræst út af öllum teigum kl 18:00. Þeir sem koma einir fá makker á staðnum. Skrifað af Gumma Gísla 19.07.2015 09:56Nýir félagarÁtak til fjölgunar kylfinga í Vestarr. Á stjórnarfundi GVG þann 12 júlí síðastliðinn var samþykkt að fjölga kylfingum í klúbbnum og auka þátttöku Grundfirðinga í starfi Vestarr. Þeir sem hafa áhuga á að kynnast golfíþróttinni eða koma aftur til leiks eftir fjarveru í einhvern tíma er boðið að koma og taka þátt í starfi klúbbsins og spila á Bárarvelli. 1 árið 0 kr. 2 árið 10.000kr. 3 árið fullt gjald. Ætlað fyrir nýliða og kylfinga sem hafa verið lengi utan klúbba en vill byrja aftur í golfi. Innifalið. Skráning í golfklúbbinn Vestarr, spil á Bárarvelli, Viðkomandi getur tekið þátt í starfi Vestarr, spilað á Bárarvelli og tekið þátt í innanfélagsmótum GVG. Ekki er skráning í kylfingakerfi GSÍ á golf.is 1 árið. Á 2 ári er skráning á Golf.is. Þeir kylfingar á 1 ári sem vilja fá aðgang að golf.is þurfa að greiða kr.5000. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig með því að senda tölvupóst á vestarr33@gmail.com með nafni og kennitölu eða setja skilaboð á FB síðu klúbbsins. Einnig er hægt að skrá sig hjá Garðar Svanssyni formanni í síma 6621709, og hjá Kristínu Péturs gjaldkera í síma 8639007 Stjórn Vestarr 13.07.2015 15:34Stjórnarfundur 12 júlí 2015Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr Haldinn í golfskála að Bárarvelli 12 júlí 2015 kl. 20.30
Mættir, Kristín Pétursdóttir, Ágúst Jónsson, Ásgeir Ragnarsson, Kjartan Sigurjónsson, Garðar Svansson, Helga Reynisdóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir. Fjarverandi, Unnur Birna Þórahallsdóttir Gestur fundar undir lið 6, Ragnar Smári Guðmundsson
1. Fundur settur, Garðar bauð fundarmenn velkomna. 2. Fundargerð síðast fundar. Fundargerðin hefur verið birt á heimasíðu klúbbsins. Vestarr.net engar athugasemdir voru um fundargerðina og hún samþykkt samhljóða 3. Meistarmót. Meistarmót Vestarr 2015 tókst með ágætu. Nokkur afföll var hjá kylfingum sem hófu leik. Veðrið var frekar kalt og nokkur vindur. Í mótslok voru klubbmeistarar krýndir. Grillað var fyrir keppendur í mótslok. Völlurinn er í góðu standi. Umræða var um tímasetningu mótsins og var samþykkt að lögð verði fram tillaga á næsta aðalfundi um tímasetningu meistaramóts 2016. 4. Á góðri stundu. Samþykkt voru drög mótanefndar um verðlaun og mótsgjald, en það var samþykkt 3500kr. Soffanías Cecilsson hf styrkir mótið eins og svo oft áður. Vegleg verðlaun verða í boði. Samþykkt var að grilla fyrir Samkaup á fimmtudeginum í fjölskyldugrillinu. Kjartan og Kristín P hafa umsjón með þeim viðburði. Á laugardeginum verður boðið upp á bryggjuchip frá kl. 14.00 til 16.00 og svo aftur kl. 21.00 til 22.00, Ásgeir og Garðar hafa umsjón með þeim viðburði. Samþykkt að starfsmaður væri við vinnu í skála föstudag, laugardag og sunnudag. 5. Sveitakeppni GSÍ 2015. Ásgeir Ragnarsson verður liðstjóri karla en ekki hefur fengist liðstjóri fyrir kvennaliðin. Enn vantar að skipa mótsnefnd vegna undirbúnings framkvæmda 3 deildar karla á Bárarvelli. 6. Félagatala GVG. Undir þessum lið kom Ragnar Smári inn á fundinn og kynnti hugmyndir sem gætu aukið félagafjölda í klúbbnum. Nokkrar umræður voru um þessar tillögur og mögulega framkvæmd þeirra. Tilllögurnar lagðar fyrir til samþykktar, samþykkt samhljóða. 7. Kennsla, námskeið. Því miður hefur ekki fengist kennsla fyrir nýliða þetta sumarið. Rætt hefur verið við mögulega aðila um slíkt en viðkomandi ekki haft tök á að sinna kennslu að þessu sinni. Haldið verður áfram að leita eftir kennara eða leiðbeinanda. Hugmynd kom fram um að halda golfdaga á Bárarvelli í framhaldi af samþykkt á lið 6. Þar myndu félagar taka að sér að stýra og leiðbeina nýliðum í golfi. 8. Skýrsla nefnda. a) Vallarnefnd, Kjartan lýsti yfir áhyggjum vegna uppgangs lúpínu. Stjórnarmenn sammála um að vallarnefnd hefði heimild til að beita tiltækum ráðum til að halda lúpínunni í skefjum. Ásgeir nefndi möguleika á að fá jarðýtu vegna framkvæmda á annari braut. b) Mótanefnd, Ágúst sagði frá því að við framkvæmd meistarmóts hefðu komið upp atvik gagnvart mótanefnd sem ekki ættu heima í framkvæmda móta hjá klúbbnum og óskaði eftir því að félagsmenn virtu starf mótanefndar. Annars gengur starf nefndarinnar vel. c) Kvennanefnd. Guðrún sagði að ekki væri starfið eins öflugt og það gæti verið. Framundan er að halda skemmtimót í komandi viku. d) Skálanefnd. Systa, allt í góðum málum. e) Fjáröflunarnefnd, reikningar á styrktaraðila farnir út. Fjárhagsstaða klúbbsins nokkuð góð 9. Önnur mál. a) Bílamál. Fjórhjólið hefur verið selt og er nokkur þörf á að finna vinnutæki fyrir starfsmenn á vellinum. Umræða var um með hvaða hætti væri hægt að leysa slíkt vandamál á með rétt bifreið væri fundinn. Ásgeir bauð fram bifreið sem væri mögulegt að nýta til starfsins tímabundið.
Fundi slitið kl. 21.33 fundargerð ritaði Garðar Svansson 12.07.2015 12:03Stjórnarfundur 30.06.2015Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr. Haldinn í golfskálanum að Bárarvelli 30.júní 2015 kl.20.30 Fundargerð seinasta fundar samþykkt. Mótanefnd- Ágætis
gangur og vel mætt á mót. Mörg mót framundan. Vallarnefnd- Rætt
um holustaðsetningar á grínunum. Nýjar staðarreglur kynntar. Óánægjuraddir hafa
heyrst um hindrun á 7.braut. Vinnudagur er áætlaður á næstunni, sandur er
kominn. 2.brautin hefur forgang í framkvæmdum
og verða gömlu teigarnir notaðir þangað til að brautin kemst í lag. Fjáröflunarnefnd- Ásgeir Ragnarsson og gjaldkeri klúbbsins
hittust og fóru yfir málin. Gjaldkeri sendir reikninga fyrir skilti og styrki á
næstu dögum. Skálanefnd-
Enginn mættur frá nefndinni. Kvennanefnd-
Enginn formlegur fundur hefur verið haldinn í nefndinni en það stendur til. Mót og undirbúningur-
Stjórnarmeðlimir hittast fyrir öll mót til að fara yfir verkaskiptingu og
fleira. Það þarf að vera alveg skýrt hver á að gera hvað!!! Sveitakeppni GSÍ-
Þátttaka staðfest fyrir karla, kvenna og öldung kvenna. Það þarf að tilnefna
liðsstjóra ekki seinna en á Meistaramótinu. Búið er að bóka gistingu fyrir bæði
kvennaliðin. Það verða að vera reglur u
það hvernig valið er í liðin. Það þar að
skipa nefnd sem heldur utan um skipulagningu ( stjórn, vallarnefnd,mótanefnd og
2 aðrir). Ásgeir bauð 20 feta gám ti að
skrá skoð og fyrir dómara þannig að skálinn verður ekki fyrir það heldur þá
meira fyrir veitingar og fleira. Meistaraót 2015-
Meistaramótið hefst 8.júlí og mótanefnd leggur til að keppt verði í 1., 2.og
öldungaflokki hjá körlum og 1.og 2./öldungaflokki hjá konum. Aðeins
þeir sem eru búnir að ganga frá ársgreiðslu hafa rétt til að spila á
mótinu. Verð á mótið er 6000.- með
grilli í mótslok og gestir í grillið greiða 2500.- Unglingaverð er 3000.- Jökulmílan-
Jökulmílufólkið var afar ánægt með það sem við gerðum fyrir það. Eru búnir að
leggja inná reikninginn okkar 210.000.- Þarf að hafa í huga fyrir næsta ár ef
við sjáum um þetta: Of mikið nesti, minna af flatkökum, meira af súpu (gerðum á
milli 40-50 lítra), of mikið úrval af áleggi, það var alveg 2 döllum of mikið
af brauði. Það verður að vera stjórnandi sem skipuleggur vaktaskipti, t.d. í
súpunni og jafnvel á stöðvunum, a.m.k. í Bjarnarhöfn. Önnur mál - Rætt
var um gjald fyrir æfingasvæðíð en það var samþykkt á aðalfundi sl.haust. Það
er ennþá verið að finna góða lausn á þessu. Er erfitt í framkvæmd. Rætt var um verðlaun á Kristmundarmótinu. Það
á að athuga hvað er til sem var safnað í fyrra.
Þær kerlur sem fara á sveitakeppni öldunga sjá um skemmtimót og fá
ágóðann til að hjálpa sér fjárhagslega. Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.22.00 Unnur Birna Þórhallsdóttir Ritari Golfklúbbsins Vestarr Skrifað af Unnur Birna 07.07.2015 09:25MeistarmótErtu búin að skrá þig? Meistarmót Vestarr hefst á morgun miðvikudaginn 8.07. Spilað er miðvikudag til laugardags. Allir flokkar spila 72 holur. Skráning er til þriðjdags 7 júli kl. 19.00. Raðað verður í ráshópa á 1 degi þannig að keppendur spili við mótherja í sínum flokk og síðan verður raðað eftir skori. Flokkar verði sem hér segir: 1.flokkur karla 0-12,9 2.flokkur karla 13.0 og hærra 1.flokkur kvenna 0- 17.9 2.flokkur kvenna 18+ Keppendur eru minntir á að mæta á fyrsta teig lágmark 5 mín fyrir boðaðan rástíma. Rástímar verða birtir á golf.is kl. 22.30 þriðjudaginn 7 júlí. Nefndin áskilur sér rétt á að að breyta flokkaskiftingu að lágmarki sólarhring áður en keppni hefst. Þátttökugjald er kr. 4.000.- Grill í mótslok 2.000.- Grill fyrir gesti 2.500 kr. Keppandi ber einn ábyrgð á að mæta á réttum tíma á teig. Upplýsingar veitir Anna María 869-6076 Mótanefnd Skrifað af Mótanefnd 06.07.2015 09:32KristmundsbikarKristmundsbikar fór fram laugardaginn 4 júlí í blíðskaparveðri, 28 keppendur tóku þátt. Spilað var texas deilt með 3, í ár var mjög jafnt á munum. Það sem skildi lið að voru betur leiknar holur á seinni níu. Úrslit urðu þessi: 1. sæti TeamStykkis (Margeri Ingi Rúnarsson/Gunnar Björn Guðmundsson) á 64 höggum. 2. sæti BG og Ingibjörg ( Bent Russel/Guðni Hallgrímsson) á 64 höggum. 3. sæti Friða og Dýrið ( Jófríður Friðgeirsdóttir/Steinar Alfreðsson) á 65 höggum. Að móti loknu bauð fjölskylda Kristmundar uppá veitingar. Skrifað af Mótanefnd
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 96 Gestir í dag: 33 Flettingar í gær: 228 Gestir í gær: 86 Samtals flettingar: 1642817 Samtals gestir: 192592 Tölur uppfærðar: 20.2.2019 03:04:56 TenglarEldra efni
|
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is