Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2012 Júní30.06.2012 15:35SíðkjólamótStelpurnar í klúbbnum tóku sig til og héldu síðkjólamót í gær. Þáttakan var frábær og stemningin einnig. Myndir segja fleira en mörg orð, http://vestarr.net/photoalbums/230119/ ![]() ![]() ![]() Endilega skoðið allar myndirnar, þetta var fríður hópur og vel til fundið að skella þessu í framkvæmd. ![]() ![]() ![]() Skrifað af Þórði Magg 24.06.2012 17:53Smá áminning!Af gefnu tilefni viljum við í stjórninni minna á tvennt. Það á að skrifa sig í bókina sem er inni í skála áður en farið er á teig. Þessi regla gildir yfir alla, enginn undanþeginn. Annað. Það ber talsvert á því að æfingaboltar liggi eins og hráviði á fyrstu braut. Þetta er algerlega bannað. Ef klúbbmeðlimir verða varir við að einhver sé að gera sér þetta að leik vinsamlegast látið okkur í stjórninni vita. Það eru mikil forréttindi að fá ókeypis æfingabolta. Enginn annar klúbbur á landinu svo við vitum amk gerir svo vel við sína meðlimi. Reynum því að sýna því virðingu og umgöngumst það þannig að við getum áfram leyft okkur þetta. Skrifað af Þórði Magg 20.06.2012 11:37Jónsmessumót DjúpaklettsJónsmessumót Djúpakletts, Laugardaginn 23.06 skráning á www.golf.is 18 holu mót, ræst út á öllum teigum kl. 19.00. Teiggjafir, eftir 9 holur er boðið upp á súpu og brauð Að móti loknu býður Djúpiklettur ehf uppá léttar veitingar á meðan mótið er gert upp. Verðlaun eru fyrir tvö efstu sæti í höggleik með og án forgjafar og 2 bestu skor í punktum Einungis er hægt að vinna til verðlauna í einum flokk. Skrifað af AMR 20.06.2012 11:33HáforgjafamótHáforgjafarmót Vestarr á morgunn fimmtudag 21.06 Fyrir kylfinga með forgjöf 18 og hærra. Ræst út frá kl: 16:30, gjald 1.000 kr. Skráning er á www.golf.is Skrifað af AMR 20.06.2012 09:31Hola í höggi!!!Sá ánægjulegi atburður gerðist þann 16. júní að Sverrir Karls fór holu í höggi á 17. braut (eða áttundu eins og við erum vön að kalla hana). Gerðist þetta í bikarmótinu þegar Sverrir var að keppa við hann Jón Björgvin. Greinilegt er að Sverrir kann við sig á 8 braut því á fyrri hring fékk hann fugl á sömu braut. Til verksins notaði Sverrir svo driver Hér er mynd af kappanum við tækifærið: Óskum við öll Sverri innilega til hamingju með afrekið. Skrifað af ÞM 18.06.2012 00:42Snæfellsnes mótaröðinÞann 12 júní var spilað á Bárarvelli 2 mótið af 4 í Snæfellsnes mótaröðinni. Styrktaraðili mótaraðinnar er Landsbankinn. Mótið er spilað á öllum fjórum völlum Snæfellsnes og var fyrsta mótið spilað á Fróðárvelli í Snæfellsbæ annað mótið á Bárarvelli, þriðja mótið verður svo spilað á Garðavelli undir Jökli þann 19 júní og síðasta mótið á Víkurvelli þann 26 júní. Úrslit þann 12 júní voru þannig Dóra Henriksdóttir GVG 38 punktar Pétur Pétursson GJÓ 38 punktar Steinar Þór Alfreðsson GVG 38 punktar Hermann Geir Þórsson GVG 37 punktar Gunnar Björn Guðmundsson GMS 35 punktar Besta skor Pétur Pétursson GJÓ 73 högg 17.06.2012 23:09Vestarr mótaröðÍ fyrst móti Vestarr mótaraðarinnar urðu úrslit þessi Besta skor Hermann Geir Þórsson 75 högg Flestir punktar Freydís Bjarnadóttir 43 Jófríður Friðgeirsdóttir 41 Gunnar Ragnarsson 39 07.06.2012 14:11Vestarr mótaröðinMinnum á fyrsta mótið í Vestarr mótaröðinni Ræst er út á 1 teig frá kl. 17.00 til 18.30 Keppendur eru minntir á að mæta tímalega. Skráning á golf.is Einnig er skráning í síma 6621709 Skráningu lokar kl. 17.00 á mótsdag Innanfélagsmót. Fyrirhugað er að halda 7 mót í mótaröðinni og að 3 mót telji til heildar stiga. Veit verða verðlaun eftir hvert mót. 07.06.2012 10:31SettagámurKæru félagar, frá og með deginum í dag er settagámurinn kominn formlega í notkun. Það þýðir að þeir sem ekki eru búnir að kaupa eða leigja sér pláss verða að fjarlægja settin sín eða annan útbúnað sem þeir eiga og er í gámnum. Settageymslan verður læst frá og með deginum í dag. Leiga á plássi er kr 5.000 per ár Kaup á plássi er kr 30.000 - þá er um eign að ræða sem erfist eða hægt er að selja aftur. Ætíð stendur til boða að klúbburinn kaupi plássið aftur á hálfvirði. Einnig verða settir upp standar sem hægt er að setja samanbrotin sett upp í, á tveim hæðum. Þau pláss vera seld á 10.000 en eftir er að koma þeim upp. Enn er smá vinna eftir í gámnum, eftir er að marka nákvæmlega útlínur plássana, klæða tvær hliðar, koma fyrir ljósum og einnig mun eftirlitsmyndavél vakta gáminn. Þeir sem eiga pláss geta sett upp skápa eða hvað annað sem þeir vilja hafa í sínu plássi. Áhugasamir um kaup eða leigu vinsamlegast hafið samband við Þórð Magnússon. PS. Muna að mæta á mótið í dag! Skrifað af ÞM
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 292 Gestir í dag: 175 Flettingar í gær: 744 Gestir í gær: 195 Samtals flettingar: 1966558 Samtals gestir: 230405 Tölur uppfærðar: 17.4.2021 18:20:16 TenglarEldra efni
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is