Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2012 Maí

01.05.2012 13:42

Forgjafarkerfið


Ýmsar breytingar á forgjafarkerfinu taka gildi í maí

Ýmsar breytingar á forgjafarkerfinu taka gildi í maí

Valur Jónatansson skrifar þann 01.05 2012

Núna í maí munu taka gildi ýmsar breytingar á forgjafarkerfinu, sem hefur verið í gildi á Íslandi síðustu ár. Þetta á við fyrst og fremst í sambandi við skráningu á æfingahringjum til forgjafar. Þá verður reiknuð leiðrétting gráa svæðisins (CBA) sem kemur í staðinn fyrir CSA. Í 80% tilfella verða færri leiðréttingar í mótum vegna nýrrar aðferðafræði.

Þegar kylfingur ætlar að nota æfingaskor til forgjafar þarf hann að staðfesta það við skráningu í rástímann, þ.e.a.s áður en hann hefur leik. Þegar hann hefur lokið leik og skráir skorið inn á www.golf.is þá verður hann að fá það staðfest af skrifara áður en það gildir til forgjafar. Skrifarinn fær tilkynningu (í gegnum SMS eða tölvupóst) um leið og kylfingurinn hefur slegið inn skorið á golf.is.

Æfingaskor eru ógild sem ekki fara fram við forgjafarskilyrði eða ekki samkvæmt Golfreglum. Ef leikið er á vetrartíma verður leikmaður að ganga úr skugga um að forgjafarnefnd klúbbsins leyfi skráningu á æfingaskori og að öllum ákvæðum um forgjafarskilyrði sé fullnægt.

Stundum er golfumferð leikin við aðstæður sem ekki eru "eðlilegar" með tilliti til mats á vellinum, s.s. í afleitu veðri eða mjög erfiðri "uppsetningu" vallar, en innan EGA forgjafarkerfisins má samt nota slíka umferð til forgjafarreiknings, að því tilskyldu að öllum öðrum forgjafarskilyrðum fyrir gilda umferð hafi verið fullnægt. En þegar aðstæður eru "óeðlilegar" að því marki að það væri ósanngjarnt að láta árangurinn hafa áhrif á forgjöf leikmanns ætti að taka tillit til þess til mótvægis. Í EGA forgjafarkerfinu er vísað til þessarar jöfnunar sem reiknaðrar leiðréttingar á gráa svæðinu.

Við útreikning CBA er almennur árangur leikmannanna með tilliti til gráa svæðisins borinn saman við reiknaðan væntanlegan árangur leikmannanna við "eðlilegar" aðstæður, og sé árangurinn utan ákveðinna settra marka, er gráa svæði hvers einstaks leikmanns lagfært. Leiðréttingin getur leitt af sér hækkun (sé almennur árangur miklu betri en búist var við) eða lækkun (sé almennur árangur miklu verri en búist var við), miðað við þau mörk sem leyfð voru til að teljast innan gráa svæðisins. Á hinn veginn getur það skeð að skilyrðin séu svo afleit að árangurinn geti aðeins gilt til lækkunar forgjafar. 

CBA gildir í 18 holu gildum keppnum aðeins, þ.e. ekki fyrir 9 holu skor aða æfingaskor. Tilgangurinn með CBA er að innleiða enn einn þátt sanngirni í EGA forgjafarkerfið. Einstakir leikmenn þurfa ekki að áhyggjur af CBA útreikningnum sem framkvæmist sjálfvirkt á golf.is.

Sjá nánar EGA forgjafarkerfið

(Heimild: heimasíða GO og GSÍ)

Vafraðu um

Flettingar í dag: 227
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1744490
Samtals gestir: 210279
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 09:25:39

Tenglar