Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2010 Nóvember03.11.2010 15:29Aðalfundur GVGAðalfundur Vestarr 2 nóvember 2010 Haldinn í Sögumiðstöðinni kl: 20.00. Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra 2. Kosning fundaritara 3. Skýrsla stjórnar og framkvæmdir á liðnu ári 4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram 5. Umræður og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga 6. Framkomnar tillögur og fjárhagsáætlun 7. Kosning formanns 8. Kosning gjaldkera 9. Kosning og /eða tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8.grein. 10. Kosnir tveir endurskoðendur og einn til vara 11. Önnur mál 1. Fundarstjóri Pétur Vilberg Georgsson 2. Fundaritar Anna María Reynisdóttir 3. Pétur gefur skýrslu stjórnar. Sumarið í sumar var gott að mörgu leiti, mikil fjölgun félaga þar sem við fórum úr því að vera 75 í fyrra í að vera 115 í ár. Mótahald var mikið hjá klúbbnum og mæting heimamanna verið góð, ekki var eins mikið um gesti í mótunum okkar eins og undanfarin ár. Hugmyndir eru hjá stjórn um að koma af stað bikarkeppni og firmakeppni. Félagsstarfið gekk vel í sumar, mótið vanur óvanur var mjög skemmtilegt, kassarnir sem Palli bjó til var fyrirtaksframkvæmd. Klúbburinn var að spá í að kaupa kúluhreinsa og ruslafötur sem væru áfastar þeim fyrir allar brautir, ásamt bekkjum og kössum undir sand með fræjum, en verðið á þessum hlutum er þannig að það er einfaldlega ekki hægt að kaupa þá, þar sem kostnaður á þessum hlutum fyrir hvern teig væri um 200 þúsund. Meistaramótið var að vanda stærsta mót sumarsins þar sem nærri 40 manns tóku þátt. Þess má geta að vallarmet voru sett í sumar á vellinum okkar, Magnús Lárusson í Arion banka mótinu á gulum teigum,hann lék á 69 höggum og Nína björk Geirsdóttir á rauðum, hún lék á 76 höggum á Ragnars og Ásgeirsmótinu. Ég vil þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn í sumar, styrktaraðilum, sjálfboðaliðum, starfsmönnum og stjórnarmönnum. Svona klúbbur er ekkert annað en fólkið sem er í honum og stærð klúbbsins og geta ræðst af því hversu mikið félagsmenn eru tilbúnir að leggja á sig. Ég er stoltur af því hversu vel hefur verið unnið í þessum klúbbi reyndar alveg frá upphafi, það er ótrúlegt hversu mikið af góðu fólki hefur lagt á sig mikla vinnu fyrir okkur og vonandi verður framhald á því. Hér má sjá skýrslu stjórnar í heild sinni Skýrsla stjórnar 4. Endurskoðaðir reikningar. Þórður fer yfir reikninga og rekstur klúbbsins. Klúbburinn var rekinn með tæplega 1,5 miljóna hagnaði á þessu rekstrarári. Rekstrarútgjöld voru 6.380.109.- en rekstrartekjur voru 7.992.795.- . Klúbburinn á 16.609.989.- í eigið fé en skuldir klúbbsins eru 1.104.451.- Hægt er að skoða ársreikninga inná heimasíðu www.vestarr.net og eins að fylgjast með daglegu bókhaldi. Staða í dag gefur vonir um að klúbbur verði skuldlaus vorið 2011. 5. Skýrsla stjórnar samþykkt, ársreikningar samþykktir. 6. Þórður leggur fram fjárhagsáætlun næsta árs. Rekstartekjur eru áætlaðar 8.340.þús, rekstrargjöld áætluð 6.650.þús, hagnaður ársins áætlaður 1.590.þús. Áætlaðar framkvæmdir vatnslagna 800.þús. Fjárhagsáætlun samþykkt. Engar tillögur bárust fyrir aðalfund. 7. Formaður Pétur Vilberg Georgsson 8. Gjaldkeri Þórður Magnússon, ritari Anna María Reynisdóttir 9. Formenn nefnda Mótanefnd Kjartan Sigurjónsson Vallarnefnd Garðar Svansson Unglinga og nýliðanefnd Dagbjartur Harðarson Skálanefnd Helga Ingibjörg Reynisdóttir (Systa ) Kvennanefnd Bryndís Theodórsdóttir 10. Endurskoðendur G. Smári Guðmundsson og Hjálmar Gunnarsson 11. Önnur mál. Garðar leggur fram tillögur um breytingar á tveim reglugerðum, Reglugerð um meistarmót Vestarr og Reglugerð um val á kylfingum í karla og kvennaflokki liða Vestarr. Reglugerð um meistarmót Vestarr 1. Meistarmót Vestarr skal haldið árlega og innan þess tímabils sem GSÍ leggur til að meistaramót klúbbanna sé haldið. 2. Þáttaka á meistarmóti Vestarr er heimil öllum félögum klúbbsins. 3. Einungis félagar sem eru með Vestarr sem aðalklúbb geta orðið klúbbmeistarar 4. Keppt skal í karlaflokki, kvennaflokki, unglingaflokki og öldungaflokki. Í lok keppni skal krýndur klúbbmeistari ofangreindra flokka og jafnframt skal veita viðurkenningu fyrir besta skor í punktum. 5. Ef þörf er á að deildarskipta flokkum skal nefndin taka tillit til skráninga og jafnframt forgjafar keppenda við ákvörðun flokka. Nefndin skal tilkynna ákvörðun um deildarskiptingu að lágmarki sólarhring áður en keppni hefst. 6. Nefndinni er heimilt að fella niður flokk ef ekki er skráning í viðkomandi flokk. 7. Í karla og kvennaflokk skal spila 72 holur. Nefndin ákveður fjölda hola hjá öðrum flokkum og deildum. 8. Keppni skal spiluð á þriðjudegi til föstudags. Nefndin hefur heimild til að hefja keppni á sunnudegi og ljúka á laugardegi ef hún telur brýna þörf á því vegna veðurs. 9. Ef ekki næst að ljúka mótinu innan gefins tíma ramma falla þeir keppnisdagar niður sem eftir standa. Reglugerð samþykk. Reglugerð um val kylfinga í karla og kvenna liða Vestarr vegan þáttöku í sveitakeppi GSÍ 1. Stjórn Vestarr velur liðstjóra keppnisliðs Vestarr á sveitakeppni GSÍ og skal tilkynnt val sitt eigi síðar en 2 dögum fyrir meistarmót Vestarr 2. Fjöldi kylfinga skal vera í samræmi við ákvörðun GSÍ. 3. Einungis kylfingar sem eru skráðir í Vestarr sem aðalklúbb og greitt hafa félagsgjöld að fullu, geta öðlast rétt til að vera í keppnisliðinu. Einnig skulu kylfingar hafa gilda forgjöf samkvæmt reglum GSÍ 4. Þeir 4 kylfingar sem eru efstir á meistaramóti Vestarr öðlast sjálfkrafa rétt til að vera í keppnisliðinu. Ef einhver af þessum 4 getur ekki tekið þátt, fjölgar í vali liðsstjóra 5. Liðstjóri velur þá kylfinga sem vantar til að hafa fullt lið til keppni í sveitakeppni GSÍ. Liðstjóri skal taka til hliðsjónar við val sitt, árangur í mótum og virkni í félagsstarfi Vestarr. 6. Keppnislið Vestarr í Sveitakeppni GSÍ skal hafa umsjón með Vinaklúbbakeppni á milli Vestarr og Mostra. Reglugerð samþykkt. Eðvarð kemur með fyrirspurn hvort til standi að vera með inniæfingasvæði í vetur. Góð hugmynd og kannað verður hvort eitthvað húsnæði sé laust sem henti til inniæfinga. Ásgeir leggur fram hugmynd um að halda tvo félagsfundi yfir sumartímann til að auka upplýsingaflæði milli stjórnar og félagsmanna. Sammþykkt að halda tvo slíka fundi yfir sumarmánuðina. Bryndís spyr um fund sem halda átti með Hannesi Þorsteinssyni í haust og svarar Þórður að ekki hafi gefist tími til þess enn. Að lokum fara fram góðar umræður um hin ýmsu mál sem snú að klúbbnum. Fundi slitið kl: 21:50 Skrifað af AMR 02.11.2010 22:53Að loknum aðalfundiAðalfundur var haldinn 2. Nóv. Fundargerðin verður birt hér um leið og hún er tilbúin ásamt reglugerðarbreytingum sem samþykktar voru. Ný stjórn sem kosin var er svohljóðandi: Formaður; Pétur Vilberg Ritari; Anna María Reynis Gjaldkeri; Þórður Magg Formaður Mótanefndar; Kjartan Sigurjóns Formaður Vallarnefndar; Garðar Svans Formaður Nýliðanefndar; Dagbjartur Harðars Formaður Skálanefndar; Systa Reynis Formaður Kvennanefndar; Bryndís Theódórs ársreikningur 2010.pdf Hefti 2010.xls Reglugerð um meistarmót Vestarr.doc Reglugerð um val kylfinga í karla og kvenna liða Vestarr.doc Skrifað af Þórði Magg
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 250 Gestir í dag: 160 Flettingar í gær: 744 Gestir í gær: 195 Samtals flettingar: 1966516 Samtals gestir: 230390 Tölur uppfærðar: 17.4.2021 17:48:32 TenglarEldra efni
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is