Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2010 September24.09.2010 13:38Vinnudagur.Vinnudagur verður 25 september, skrúfa niðru skilti, taka kassa og bekki í hús , fínkemba æfingasvæði, ganga frá skála, koma rafmagni á gáma. Mæting kl: 11.00 Stjórnin Skrifað af AMR 18.09.2010 18:00Minningamót Krissa![]() Úrslit í minningarmóti Krissa Í dag var spilað á Bárarvelli Minningarmót Krissa. Mótið var hið besta í alla staði. 56 keppendur tóku þátt og komust færri að en vildu. Úrslit urðu þessi 1 sæti Gunnar Björn Guðmundsson GMS og Margeir Ingi Rúnarsson GMS 2 sæti Rafn Guðlaugsson GJÓ og Sæþór Gunnarsson GJÓ 3 sæti Viðar Gylfason GJÓ og Sveinbjörn Halldórsson GVG 4 sæti Jófríður Friðgeirsdóttir GVG og Steinar Þór Alfreðsson GVG 5 sæti Eva Jódís Pétursdóttir GVG og Pétur Vilbergur Georgsson GVG Nándarverðlaun, 4 Braut Eva Jódís Pétursdóttir, 8 Braut, Rafn Guðlaugsson 13 Braut, Guðni E Hallgrímsson 17 Braut, Steinar Þ Alfreðsson. Aðstandendur mótsins vilja þakka öllum þeim sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti fyrir frábæran stuðning Sjá má myndir frá mótinu inní albúmi. 12.09.2010 12:11Bæjarkeppni Vestarr - MostraSeinni hluti bæjarkeppni Vestarr kvenna og Mostra kvenna fór fram á Víkurvelli, laugardaginn 11. september.Fyrir daginn áttu Mostra konur 2 vinninga á okkur. Fyrst var spilað Texas og komu Vestarr konur með 4 vinninga í hús úr 6 leikjum og Mostra konur fengu tvo vinninga. Þegar lagt var í leik tvö þar sem spilað var Greensome voru leikar jafnir. Vestarr konur komu aftur sigursælar í hús og komu núna með 3 vinninga og Mostra konur með 2. Þá voru leikar orðnir þannig að Vestarr konur voru komnar einn yfir. Ásgeir Ragnarsson sem var liðstjóri Vestarr lagði upp með að við yrðum að koma með 6 unna leiki eftir síðasta leik þar sem 12 vinningar voru í boði. Spilaður var tvímenningur í síðasta leik.Vestarr konur gerðu sér lítið fyrir og komu með 7 og 1/2 vinning í hús, þannig að eftir daginn vorum við með 4 vinninga á Mostra og fáum að halda tittlinum eitt ár enn. Frábært hjá okkur stelpur og til hamingju með sigurinn. Þökkum Ásgeiri liðstjóranum okkar fyrir daginn. ![]() Skrifað af AMR 10.09.2010 08:02ÁrshátíðÁrshátíð Golfklúbbsins Vestarrs 2010 Nú er aðal golftímabilinu senn að ljúka og því er ætlunin að kveðja frábært golfsumar með glæsibrag. Húsið opnar kl. 19.30 með fordrykk Boðið verður upp á: í forrétt: saltfiskstartar í aðalrétt: lambalæri ásamt meðlæti í eftirrétt: súkkulaði kaka Ýmislegt verður gert til skemmtunar á meðan á borðhaldi stendur. Golfarar fjölmennum á árshátíðina og rifjum upp frábært sumar. verð 5100,- Borðapantanir í síðasta lagi miðvikudaginn 15. september á katrelis@gmail.com eða í síma 690 2 145 (Katrín). Skemmtinefndin Skrifað af AMR 06.09.2010 22:42StjórnarfundurStjónarfundur 5.09.2010 kl: 20 Mættir Þórður, Systa, Pétur, Páll, Anna María Yfirfara verkefnalýsingu fyrir nefndir. Félagar í golklúbbi vinsamlega látið Þórð vita ef þið vitið af ódýrum kúlum til að kaupa á æfingasvæði. djk@djk.is Hugmynd um að setja af stað bikarkeppni og einnig firmakeppni á næsta ári. Ýmis mál rædd. Fundi slitið. Skrifað af AMR 02.09.2010 16:36Vestarr Víkingur og ValkyrjaVestarr Víkings og Valkyrjumótið var haldið þann 27. ágúst og er eitt af síðustu mótum sumarsins sem fer nú óðum að kveðja okkur. Alls mættu 37 keppendur og var keppt í tveim karlaflokkum og tveim kvennaflokkum Vestarr Víkingur árið 2010í fyrsta flokk karla varð Ragnar Smári Guðmundsson Vestarr Valkyrja árið 2010 í fyrsta flokk kvenna varð Hugrún Elísdóttir Vestarr Víkingur í öðrum flokk karla árið 2010 varð Ágúst Jónsson Vestarr Valkyrja árið 2010 í öðrum flokk flokk kvenna varð Þórey Jónsdóttir Að loknu móti var boðið upp á grill hamborgara sem runnu ljúflega í mannskapinn ![]() ![]() ![]() Skrifað af ÞM
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 134 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 228 Gestir í gær: 86 Samtals flettingar: 1642855 Samtals gestir: 192596 Tölur uppfærðar: 20.2.2019 03:35:56 TenglarEldra efni
|
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is