Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2010 Febrúar21.02.2010 22:36StjórnarfundurMættir, Pétur V. Georgsson, Anna María Reynisdóttir, Þórður Magnússon, Páll Guðmundsson, Garðar Svansson, Dagbjartur Harðarson, Guðlaugur Harðarson. 1. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 2. Gjaldskrá: Breyting verður á gjaldskrá þannig að: Börn 16 ára og yngri spila völlinn frítt séu þau með lögheimili í Grundarfirði. Unglingar 17-20 ára 10.000 kr. Vallargjald 16 ára og yngri hálft gjald. Að öðru leiti er gjaldskrá óbreytt. 3. Fundartími fyrir starfsárið 2010 14. mars kl: 17.00 18. apríl kl: 17.00 9. maí kl: 17.00 svo á tveggja vikna fresti út sumarið. 4. Formaður fær umboð stjórnar til að ráða vallarstafsmenn fyrir sumarið. Ákveðið var að ráða starfsmann í skála föstudag, laugardag, sunnudag og á mótum í sumar. Samin verður starfslýsing fyrir starfmann í skála. 5. Breyting varð á fjáröflunarnefnd á aðalfundi og var hún felld undir gjaldkera. Í fjáröflunarnefnd verða fjórir nefndarmenn auk þess sem virkja á alla félagsmenn til að koma að fjáröflun fyrir klúbbinn. 6. Viðræður standa yfir við Einar golfkennara um fyrirkomulag golfkennslu í sumar. 7. Starfsmaður úr unglingavinnu verði látinn vinna ýmis verk sem falla til á golfvelli. 8. Önnur mál. Formenn nefnda skipi í nefndir fyrir næsta fund eða eigi síðar en í lok apríl. Setja merkingar um almenna umgengi á velli. Vera með grunnreglur fyrir byrjendur tiltækar. Þórður, Páll, Dagbjartur og Ásgeir voru settir í það verkefni að kanna með golfferð á vegum klúbbsins að hausti 2010 á 15 ára afmæli klúbbsins. Fundi slitið kl: 21:20 Anna María 21.02.2010 16:24Ný lög VestarrSvona líta ný lög Vestarr út eftir breytingar á aðalfundi 31. Janúar 2010: Lög Golfklúbbsins Vestarr
Grundarfirði 1.grein Nafn klúbbsins er
Golfklúbburinn Vestarr skammstafað GVG heimili hans og varnarþing er í
Grundarfirði. Klúbburinn er aðili að HSH, UMFÍ - ÍSÍ og GSÍ. Tilgangur og markmið
klúbbsins er að glæða og viðhalda áhuga á golfíþróttinni.
Klúbburinn stendur fyrir golfæfingum, golfmótum og annarri félagsstarfsemi sem
tengist íþróttinni. 2.grein Við golfleik skal fara
eftir St. Andrews golfreglum eins og þær eru á hverjum tíma.
Sérreglur setur stjórnin eftir því sem þurfa þykir. Sérhver félagi er skyldur til
að fara eftir þeim reglum sem stjórnin setur um leikinn og umferð og umgengni
á golfvellinum og golfskála. Stjórn skal sjá til
þess að leikreglur, umgengnisreglur og siðareglur liggi að jafnaði frammi. Breytingar
sem verða kunna á þessum reglum skal stjórn auglýsa rækilega. 3. grein Um inngöngu í klúbbinn
skal sækja skriflega. Inntaka nýrra félaga er háð samþykki stjórnar, sem
getur frestað inntöku til félagsfundar. Stjórn getur sett þau skilyrði
fyrir inntöku í klúbbinn að umsækjandi hafi fengið leiðsögn kennara eða fullgilds
klúbbfélaga og hafi sótt námskeið eða fyrirlestur um siðareglur, leikreglur
og aðrar þær reglur sem félagar lúta. Erlendir ríkisborgarar geta
einnig sótt um inngöngu í klúbbinn, en um aðild þeirra gilda sérstakar reglur
sbr. 4.grein. Inngöngugjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni. 4.grein Aðalfundur ákveður
árgjald næsta starfsárs að fenginni tillögu stjórnar. Erlendir ríkisborgarar
búsettir hér um stundarsakir eða um lengri tíma geta óskað eftir inngöngu í
klúbbinn og greiði sömu árgjöld. Erlendir ríkisborgarar, sem
ekki eru búsettir hér á landi greiða árgjald eða ævigjald samkvæmt ákvörðun
stjórnar hverju sinni. Erlendir ríkisborgarar
bera sömu réttindi og skyldur sem aðrir meðlimir klúbbsins fyrir utan
að þeir hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundi eða almennum félagsfundum, nema
þeir séu meðlimir klúbbsins. Erlendir ríkisborgarar hafa ekki aðild að GSÍ
eða ÍSÍ. Farandverðlaun sem
útlendingar kunna að vinna skulu geymd hjá klúbbnum. Stjórn getur á
aðalfundi borið fram og leitað samþykkis tillagna um sérstök aukaframlög
klúbbfélaga. 5.grein Aðalfundur ákveður
árgjald. Stjórn sér um innheimtu gjalda og ákveður gjalddaga. Þeir sem ekki
greiða árgjald fyrir eindaga fyrirgera rétti sínum sem
félagar klúbbsins og fá m.a. ekki að taka þátt í keppni fyrr en árgjald hefur verið
greitt eða samið um greiðslu þess. Úrsögn úr klúbbnum er bundin við áramót,
enda berist hún skriflega til ritara fyrir lok desember mánaðar. 6.grein Stjórn klúbbsins skipa:
Formaður, ritari, gjaldkeri og formenn nefnda annarra en skemmtinefndar samanber
grein 8 Skulu formaður, ritari og
gjaldkeri kosnir skriflega á aðalfundi. Formaður til eins árs í senn en ritari
og gjaldkeri til tveggja ára í senn. Stjórnarmenn má
endurkjósa gefi þeir kost á sér. Tveim vikum fyrir
aðalfund skal stjórn skipa 3 manna kjörnefnd. Einn nefndarmanna skal vera
í stjórn. Kjörnefnd skal leita eftir framboðum til embætta sem kjósa skal í og
sjá til þess að a.m.k. einn frambjóðandi
sé til hvers þeirra. Stjórnin getur jafnframt falið kjörnefnd að leita eftir
framboðum eða tillögum um skipan nefnda, sbr.8.grein. Komi fram fleira en eitt framboð, fyrir eða á
aðalfundi, um formennsku í nefndir skal kosið í þá nefnd á aðalfundi samhliða
kosningu stjórnar. 7.grein Stjórnin ákveður sjálf
starfstilhögun sína (sjá þó 8.grein). Hún getur ráðið sér launaða aðstoð og
fær bein útgjöld greidd úr félagssjóði en vinnur sjálf ólaunuð. Hún kemur
fram fyrir hönd klúbbsins í fullu umboði hans í öllum málum sem hann varða.
Þá þarf samþykki félagsfundar til stórra ákvarðanna sem hafa mikil
fjárútlát í för með sér. Hún getur tilnefnt heiðursfélaga er sérstakar ástæður eru
fyrir hendi, enda leiti hún fundarsamþykkis á því. Stjórnin skal rækta
samband við klúbbfélaga og kynna þeim mikilsverð mál er varða starfsemi
klúbbsins á félagsfundum eða opnum stjórnarfundum. 8.grein Á vegum stjórnar skulu
að jafnaði starfa þessar nefndir: 1. Móta og
forgjafarnefnd 2. Vallar og aganefnd,
undirnefnd Véla og Tækjanefnd 3. Kvennanefnd 4. Fjáröflunarnefnd 5. Unglinga- og
nýliðanefnd 6. Skálanefnd 7. Skemmtinefnd Tvær fyrst töldu
nefndirnar starfa samkvæmt reglum GSÍ en hinar fimm sem hér segir: Skemmtinefnd sér um fræðslu- og skemmtisamkomur, meðal annars
að vetrarlagi, kynningarsamkomur
svo sem skemmtanir í tengslum við meiriháttar kappleiki.
Skemmtinefnd sér um að halda árshátíð/uppskeruhátíð að loknu sumarstarfi. Fjáröflunarnefnd leitast við að afla klúbbnum fjár til styrktar
starfseminni, til dæmis með
auglýsingum sem geta verið á skorkortum, árskortum, teigamerkjum og í eða
á klúbbhúsi. Í samvinnu við skemmtinefnd getur hún staðið fyrir veitingasölu á kynningarsamkomum o.fl. Unglinga- og
nýliðanefnd annast
unglingastarf innan klúbbsins. Hún aðstoðar unglinga í
leik og keppni, hvetur þá til æfinga og fær þeim þjálfara eða tilsögn eftir því
sem kostur er. Auk þess er hún unglingum innan handar í unglingakeppnum.
Nefndin er byrjendum í íþróttinni til aðstoðar. Hún fær þeim kennara eða
tilsagnarmenn í upphafi og sér til þess að þeir verði færir um að leika á vellinum
á eigin spýtur án þess að valda skaða eða vandræðum. Hún kynnir
nýliðum siðareglur og leikreglur og hefur umsagnarskyldu
gagnvart stjórninni um inntöku nýrra félaga. Í hverri þessara nefnda skulu vera 3-5 menn. Skálanefnd sér um að starfsmenn hirði skála þannig að
sómi sé að og sér um allar meiriháttar breytingar á skála, sbr starfslýsingu Véla og tækjanefnd sér um að tækin séu yfirfarin að vori og hausti og
tekur allar meiriháttar ákvarðanir hvað varðar viðhald og umsjón sbr
starfslýsingu. 9.grein Aðalfundur er æðsta
vald í öllum málefnum klúbbsins. Aðalfundinn skal halda fyrir 30
nóvember ár hvert. Á öðrum tíma ársins getur stjórn boðað til almenns
félagsfundar ef henni þykir henta eða ef a.m.k. 10 félagar óska þess skriflega með
rökstuðningi. Slíkan fund skal halda innan þriggja vikna frá móttöku slíkrar
beiðni. Aðalfund skal auglýsa með 2 vikna fyrirvara og aðra félagsfundi skal
auglýsa með a.m.k. viku fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina dagskrá.
Tillögur til lagabreytinga eða breytinga á starfstilhögun skulu hafa borist 7
dögum fyrir auglýstan fundartíma. 10. grein Reikningsár klúbbsins
er almanaksárið. frá 1. Nóvember til 31.
Október Endurskoðaðir reikningar
klúbbsins skulu lagðir fyrir
aðalfund til samþykktar. Þessi eru störf
reglulegra aðalfunda: 1. Kosning
fundarstjóra. 2. Kosning
fundarritara. 3. Skýrsla stjórnar um
störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. 4. Endurskoðaðir
reikningar lagðir fram. 5. Umræður og
atkvæðagreiðslur um skýrslu stjórnar og ársreikninga. 6. Framkomnar tillögur
og fjárhagsáætlun. 7. Kosning formanns 8 Kosning ritara / gjaldkera 9. Kosning og /eða
tilnefning í aðrar nefndir, sbr. 8.grein. 10. Kosnir 2
endurskoðendur og einn til vara. 11. Önnur mál. Aðalfundur er löglegur
og ályktunarhæfur um öll málefni klúbbsins sé löglega til hans
boðað. Afl atkvæða ræður á fundum. Atkvæðisrétt hafa þeir félagar sem náð hafa
16 ára aldri. 2/3 hlutar atkvæða þarf til að samþykkja breytingar á lögum.
Aðalfundur skal kjósa fundarstjóra og fundarritara eftir tillögum stjórnar. Í
fundarlok skal lesa upp fundargerð og bera til samþykktar. Séu
fundargerðir þannig samþykktar og undirritaðar af fundarstjóra og
fundarritara auk viðstaddra stjórnarmanna skoðast þær rétt sönnunargögn um ákvarðanir
fundarins. 12. grein Sérstakur fundur þarf
að ákveða hvort klúbburinn hætti starfi. Til að þær ákvarðanir teljist
lögmætar þurfa 2/3 hlutar félaga að vera á fundi og 2/3 þeirra samþykkja
tillögu þess efnis. Sé þátttaka ekki næg má boða til nýs fundar innan þriggja
vikna og er hann ályktunarhæfur um þetta mál sé hann löglega boðaður enda
þótt fyrrgreindri fundarþátttöku sé ekki náð. 13. grein Lög þessi samþykkt 27 júlí 1995 Breytt 31. Janúar 2010 Skrifað af Þórði Magg 20.02.2010 13:45Fréttir úr starfiJæja félagar, nú er biðin eftir sumrinu farin að verða óbærileg en ef allar góðar vættir eru með okkur þá eru þetta ekki nema 2 mánuðir í viðbót. Það er að frétta úr starfinu að Garðar Svans og strákarnir frá Almennu umhverfisþjónustunni eru búnir að skipta um rotþró. Þeir stóðu í þessum skítverkum í hörkufrosti og eiga mikið hrós skilið fyrir að klára þetta fyrir okkur. Hér sjást kapparnir að störfum: Setta gámurinn er kominn út á völl og búið að stilla honum upp. Það á eftir að klæða hann og gera hann snyrtilegan, koma á hann ljósum ofl. Síðan geta félagsmenn leigt sér pláss í honum eða keypt sér pláss til eignar. Þeir sem vilja setja upp sinn eigin skáp geta svo innréttað sitt pláss eins og þeir vilja en innan stærðarmarka að sjálfsögðu. Þeir sem vilja leigja sér pláss geta fengið það fyrir kr 5.000 á ári en þeir sem vilja kaupa pláss til eignar geta keypt það á kr 30.000. Við munum væntanlega kalla saman vinnuhóp á næstu misserum til þess að klára gáminn. Þeir sem hafa keyrt upp á völl hafa væntanlega séð að búið er að dreifa skít á völlinn. Við munum láta skítinn liggja enn um sinn á vellinum en reyna að slóðdraga áður en völlurinn verður opnaður í vor. Nýja stjórnin verður með sinn fyrsta fund á sunnudaginn kemur ( 21. feb kl 20 í framhaldsskólanum) og verða meðal annars festir fundartímar bæði fyrir vetur og sumar. Þegar búið er að ákveða þá verða þeir birtir hér á síðunni. Ef einhver vill koma einhverjum skilaboðum inn á fundinn er hægt að senda það í tölvupósti til mín, Péturs, Önnu Maríu eða bara hvers sem er sem í stjórninni er. Nýja stjórnin er svo skipuð: Pétur V. Georgs, formaður Anna María Reynisdóttir, ritari Þórður Magnússon, gjaldkeri Páll Guðmundsson, formaður vallarnefndar Garðar Svansson, formaður mótanefndar Hugrún Elísdóttir, formaður kvennanefndar Dagbjartur Harðarson, formaður nýliðanefndar Guðlaugur Harðarson, formaður skálanefndar Formenn nefnda eru skv breytingum sem gerð var á lögum félagsins nú sjálfkarfa í stjórn félagsins. Þeir velja sér svo félaga til þess að fullmanna nefndirnar og verður það birt hér á vefnum hvernig þær líta út þegar þær eru fullskipaðar. Nýju lögin hafa ekki borist mér í hendur en ég mun einnig birta þau hér um leið og ég kemst yfir þau. Við munum síðan birta allar fundargerðir stjórnar hér á vefnum líkt og gert var í fyrra. Einnig eru fundargerðir aðgengilegar undir liðnum "Skrár" hér hægra meginn á síðunni. Meira er það ekki í bili. Ég bið að heilsa að sinni, góðar stundir. Skrifað af Þórði Magg
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 206 Gestir í dag: 51 Flettingar í gær: 281 Gestir í gær: 60 Samtals flettingar: 1744750 Samtals gestir: 210340 Tölur uppfærðar: 8.12.2019 19:47:01 TenglarEldra efni
|
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is