Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

Færslur: 2009 Nóvember

16.11.2009 09:17

Stjórnarfundur 15 nóvember

Í gær var stjórnarfundur hjá Vestarr. Þar var meðal annars ákveðið að hafa vinnudag laugardaginn 28 nóvember á vellinum.

Einnig var kylfingur Vestarr valinn en greint verður frá því vali við útnefningu íþróttamanns Grundarfjarðar.

Nokkuð mörg mál voru tekin fyrir á fundinum en fundargerð má finna hér til hliðar undir skrár/fundir 2009.

05.11.2009 17:27

Fréttir

Jæja, það er alltaf verið að brasa eitthvað.  Palli er byrjaður að smíða 9 stk af opnanlegum kössum sem munu geyma bæði fræblöndu sem og ruslakassa.   Þegar lokið er á þá er hægt að sitja á herlegheitunum.

Við erum búin að kaupa 40 feta gám sem mun verða nýji settagámurinn okkar.  Það er búið að kaupa efni til að klæða hann á tvær hliðar sem og að gera þak yfir hann en hann kom með venjulegri hurð og eitthvað af skápum og lýsingu.  Hann verður örugglega kominn í gagnið fyrir vorið og geta þá þeir sem óska eftir því að fá pláss keypt sér stæði gegn hóflegu gjaldi í læstum, upplýstum og hituðum gám.  Þessi gámur er tvöfalt stærri en sá gamli og ætti því að duga allaveganna í bili. Hér er mynd af gámnum en það á eftir að laga hann allann til.
Einnig fann ég á ebay.com kylfu og kúluhreinsi á lítið sem ekki neitt, sjá mynd, sem upplagt er að hafa bæði upp við skála og líka td á fjórðu braut, en þá geta kylfingar dundað sér við að þrífa kylfur á meðan beðið er. 

.
  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 360
Gestir í gær: 45
Samtals flettingar: 1727662
Samtals gestir: 207629
Tölur uppfærðar: 19.10.2019 16:58:25

Tenglar