Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2009 September16.09.2009 15:33InnkaupVið vorum eitthvað búin að tala um að næsta ár færi í að punta völlinn, setja hann í sparifötin. Þess vegna gat ég ekki á mér setið þegar ég sá þessa garðbekki á útsölu og keypti 10 stk á alls kr 53.940 sem er nánast ekki neitt. Nú þurfum við öll að vera á varðbergi og reyna að finna fallegar ruslafötur ef menn sjá þær einhverstaðar á útsölu en okkur vantar nokkuð margar tunnur. Einnig ef félagsmenn rekast á parket á útsölu þá vantar okkur ca 60 fermetra af einhverskonar parketi sem þolir allt. Skrifað af Þórði Magg 15.09.2009 15:07Bréf til Bæjarstjóra og BæjarráðsÍ samræmi við ákvarðanir stjórnar sendum við bæjarstjóra og bæjarráði eftirfarandi bréf: Til bæjarstjóra og bæjarráðs Grundarfjarðar. Við í golfklúbbi Grundarfjarðar, golfklúbbnum Vestarr, förum þess á leit við Grundarfjarðarbæ að á næsta ári verði samstarf við bæinn í tengslum við unglingavinnuna. Förum við þess á leit að bærinn útvegi okkur eitt ungmenni til léttra starfa, afgreiðslu og slíkt á vegum unglingavinnu. Í stað þess verði endurgjaldslaust fyrir öll ungmenni undir 16 ára aldri sem búsett eru í Grundarfjarðarbæ að spila á Bárarvelli allt sumarið. Slíkt gæti eflt íþróttaáhuga ungmenna og orðið ágætis auglýsing fyrir Grundarfjarðarbæ. Einnig óskum við eftir því að fá að vera með í tryggingarpakka sveitarfélagsins en þó þannig að ekki verði fjárhagsleg byrði af því fyrir Grundarfjarðarbæ. Við myndum því endurgreiða allan hugsanlegan kostnað sem Grundarfjarðarbær yrði fyrir af slíku en því er ekki að leyna að það yrði mun ódýrara fyrir golfklúbb Vestarr að vera hluti af þetta stórum samning fremur en að tryggja ein og sér. Sjá Grundarfjaðrarbær sér fært að verða við annarri hvorri þessara óska eða beggja erum við fús og reiðubúinn til að útfæra það í samræmi við óskir Grundarfjarðarbæjar. Með bestu kveðju, fyrir hönd Vestarr, Þórður Magnússon. Skrifað af ÞM 13.09.2009 14:52Vinnudegi frestað vegna veðursVinnudegi sem átti að vera í dag er frestað vegna veðurs. Þó var farið í að klára skálann, skila öllu úr sjoppu í Samkaup, öllu rusli hent, fjarlægt laust dót milli gáma og röffvél komið upp á kerru en hún þarf að komast í viðgerð. Það sem eftir á að gera er að taka allar vatns-slöngur saman, hreinsa upp allar kúlur og annað lauslegt á æfingarsvæði og taka niður skilti. Við verðum að sæta lagi þegar veður leyfir og klára þessi atriði sem fyrst. Að þessu sögðu má þakka fyrir afskaplega ánægjulegt golfsumar. Það var mikið af skemmtilegum mótum og margt skemmtilegt brallað. Völlurinn okkar var í fínu standi allt sumarið og mega strákarnir okkar, Hákon og Benedikt vera stoltir af störfum sínum í sumar. Bestu kveðjur, Þórður Magg Skrifað af Þórði Magg. 12.09.2009 20:19Ryder kvenna.Nú er leik lokið í Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra Vestarr konur byrjuð með miklum látum og unnu Texas scramble 5 - 0 í Greensome reyndu Mostra konur aðeins að bíta frá sér en það dugði lítið Vestar 3,5 - Mostri 1,5 í tvímenning voru svo yfirburði Vestarr kvenna of miklir en þar fóru leikar þannig að Vestarr 9 - Mostri 2. Mostrakonur voru með 2 vinninga frá fyrra móti. Vestarr 17,5. Mostri 5,5 Skrifað af Garðar 12.09.2009 10:22VinndagurJæja félagar, nú styttist í haustlægðirnar. það var því tekin ákvörðun um það á síðasta fundi stjórnar að á sunnudaginn 13. sept myndi síðasti vinnudagur sumarsins verða. Það þarf að ganga frá tækjum og vélum, ganga frá svæði kring um gámana, taka niður öll skilti, ganga frá æfingarsvæði, ganga frá skálanum - setja grillið í geymslu og ýmislegt smávægilegt. Flögginn og teigmerki verða ekki tekin niður á meðan enn er spilahæft á vellinum. Það er því skyldumæting á sunnudag kl 13.00 hjá stjórn og formönnum nefnda og eru þess utan allar hjálpfúsar hendur vel þegnar. Að lokum sendi ég konunum okkar baráttukveðjur en þær spila Ryder við Mostra konur í dag. Skrifað af Þórði Magg 09.09.2009 13:04Nýr liður á síðunni; Breytingar á velliÍ samræmi við ákvörðun stjórnar 29. júní 2009 munum við nú fara í hugmyndavinnu um hvaða breytingar og bætingar fólk vill sjá fyrir sér á Bárarvelli. Bókun stjórnar var eftirfarandi: "Farið verður í vinnu við að gera óskalista um hvaða breytingar, bætingar og nýframkvæmdir menn og konur sjá fyrir sér á Bárarvelli. Ekki láta fjármálin standa í vegi fyrir hugmyndum. Fá sem flesta til að koma með hugmyndir. Að lokinni þeirri vinnu verði tillögur bornar undir golfvallarhönnuði og landeiganda þar sem farið verður yfir tillögurnar. Niðurstöður eftir þá vinnu verði kynnt fyrir almennum félagsmönnum áður en endanleg ákvörðun um framkvæmdir verða teknar. Þannig fæst gott vinnuskema og auðveldar það stjórn og vallarnefnd að forgangsraða verkefnum í framtíðinni." Við munum því skapa á síðunni grundvöll fyrir alla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og eru allir jafnréttháir í því ferli. Við skorum því á sem flesta að taka þátt en minnum jafnframt á að þetta eru einungis hugmyndir og ekkert verður gert með þær nema samþykki félagsfundar liggi fyrir. Það er afstaða núverandi stjórnar að framvegis verði ekki farið í breytingar á vellinum sjálfum nema að undangengnum félagsfundi þar sem breytingar eru annað hvort samþykktar eða þeim synjað. Vonandi verður með því móti meiri sátt um breytingar á vellinum í framtíðinni en allir vellir eru jú lifandi og taka breytingum - þeirri vinnu lýkur aldrei. Hér sést hvernig skoða má breytingartillögur: Skrifað af Þórði Magg 07.09.2009 21:26Stjórnarfundur 07.09.09Stjórnarfundur Vestarr 07.09.09 Kl. 20.30 Haldinn í golfskála
Mættir
Pétur Vilbergur Georgsson, Þórður Magnússon, Garðar Svansson, Guðni Hallgrímsson
Fundi slitið kl. 21.25 Garðar Svansson Fundarritari Skrifað af Garðar 06.09.2009 19:07RyderinnMostri hélt bikarnum. Þrátt fyrir frábæra endurkomu Vestarr þá tókst ekki að vinna bikarinn aftur af Mostra. Í fyrrihluta keppninar sem var haldinn í Stykkishólmi í vor, náði Mostri 9 vinninga forskoti. Í texas keppninni tóks Vestarr mönnum að vinna til baka 1 sigur en leikar þar fóru 6,5 - 5,5 Næsta keppni var Foursome. Þar bitu Mostramenn frá sér og fóru leikar þannig 4,5 - 6,5 fyrir Mostra. Þegar hér var komið voru Vestarr menn 10 vinningum undir og á brattan að sækja. Í tvímenning voru 24 sigrar í boði. Þar fóru leikar þannig 17 - 7 fyrir Vestarr. Staðan var jöfn. Þar sem reglunar segja að ef leikar fara jafnir halda bikarhafar bikarnum áfram. Það var því hlutverk Ásgeirs Vestarr manns að afhenda Ásgeiri Mostramanni bikarinn og var það gert með miklum trega. Dagurinn var frábær að öllu leiti, gott veður, völlurinn frábær og keppendur höfðu skemmtun og gleði í fyrirrúmi. Veitingar og viðbúnaður í skála á meðan móti stóð var í höndum kvennadeildar og fengu þær mikið lof fyrir mat og veitingar og viljum við endurtaka þakkir okkar til þeirra.
Við þökkum Mostramönnum fyrir komuna og góðar stundir á vellinum sem og að móti loknu. Skrifað af Garðar 04.09.2009 15:11MatseðillinnMatseðillinn á Laugardaginn lítur svona út: Skrifað af Þórði Magg 03.09.2009 08:54VinaklúbbakeppniLiðsstjórinn vill minna menn á að það er mæting kl. 10.00 á laugardaginn í skála. Farið verður yfir liðskipan og hverjir spila saman. Síðan er ætlast til að allir hiti vel upp. Í dag fimmtudag er fínt veður og allir hvattir til að mæta á völlinn og vera vel æfðir fyrir laugardaginn. ætlunin er að vera með smá upphitun fyrir mót kl. 18.00 í skála og spila svo. Kv Ásgeir Ragnarsson Liðstjóri Vestarr Skrifað af Garðar 02.09.2009 13:25Nýtt grillGunnar Ragnarsson afhenti golfklúbbnum í gær forláta, dýrindis grill sem verslunin Samkaup gaf golfklúbbnum okkar. Grillið verður vígt á Laugardaginn kemur á Rydercup en veðurspáin er að snarbatna eftir því sem nær deginum dregur. Við í stjórn klúbbsins viljum koma þökkum á framfæri til Gunnars og Samkaups fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Sjáumst á laugardaginn. Skrifað af Þórði Magg
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 167 Gestir í dag: 126 Flettingar í gær: 744 Gestir í gær: 195 Samtals flettingar: 1966433 Samtals gestir: 230356 Tölur uppfærðar: 17.4.2021 16:32:17 TenglarEldra efni
|
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is