Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520 |
|
Færslur: 2009 Mars26.03.2009 09:00Bréf frá Einari golfkennaraSæll Pétur.
Hérna eru nokkrar línur frá mér sem gott væri að bærust til Vestarr manna og kvenna.
Helgina 4. og 5. apríl ætlar Einar Gunnarsson, PGA golfkennaranemi, að vera með golfkennslu í Hraunkoti (Æfingasvæði Keilis í Hafnarfirði) fyrir félaga í GVG og GMS.
Nánari upplýsingar og tímapantanir eru hjá Einari í síma 894-2502 og á netfanginu eg@stykk.is.
Í kringum mánaðarmótin apríl - maí verður önnur kennsluhelgi fyrir félaga GVG og GMS, nánar auglýst síðar.
Kveðja, Einar Gunnarsson
Skrifað af Þórði Magg 21.03.2009 16:18DómaranámskeiðLaugardaginn 21 mars var dómaranámskeið haldið í Grundarfirði. Hafði GSÍ veg og vanda af þessu. Níu þáttakendur voru á námskeiðinu, þar af fjórir frá Grundarfirði, þeir Garðar Svanss, Hákon, Benedikt og Þórður. Lauk námskeiðinu með prófi og þeir sem stóðust það fá héraðsdómsréttindi á golfdómarastigi. Þetta var allaveganna afar áhugavert og skemmtilegt námskeið. Kveðja, Þórður (vonandi)héraðssdómari. Skrifað af Þórði Magg 19.03.2009 23:34Breytt gjöldKæru félagar, við höfum aðeins átt við gjaldskránna og er það nú þannig að fullt gjald miðast við tvítug í stað átján. Einnig bættum við nýjum flokk við sem heitir aukaklúbbur og aukaklúbbur hjóna. Ef einhver á góða vini utan Grundarfjarðar þá er um að gera að hringja og bjóða þessa áskrift öllum golfurunum sem við þekkjum og vilja vera tíðir gestir á vellinum okkar. Þess utan eru ungmenni innan tvítugt nú boðið fyrsta árið ókeypis. Verðskráin lítur svona út í áskrift á þessu ári: Vallargjöldin, áskrift 2009 Einstaklingsgjald: 35.000 Hjóna- og fjölskyldugjald: 55.000 Börn yngri en 12 ára fá frítt. 13 til 20 ára 10.000 kr Aukaklúbbsgjald kr 20.000 Aukaklúbbgjald hjóna kr 30.000 Eldri borgarar og öryrkjar 20.000 Sumarbústaðaeigendur: 30.000 Hálft gjald fyrir byrjendur, yngri en 20 fá fyrsta árið frítt. Skrifað af Þórði Magg 16.03.2009 17:17Golfgjöldin 2009Varðandi greiðslur áskriftargjalda í golfklúbb Vestarr þá viljum við benda á að greiðsluseðlar verða sendir út í miðjum apríl. Ef óskað er eftir þá getum við skipt greiðslu á 4 mánuði; 1 maí, 1 júní 1. júlí og 1. ágúst Ef óskað er eftir því þá munum við dreifa greiðslu með þessum hætti en sé ekki sérstaklega óskað eftir greiðsludreifningu kemur einn seðill með gjalddaga 1. maí og eindaga 15. maí. Bestu Kveðjur Skrifað af Þórði Magg 14.03.2009 11:14ForgjafarmálUppfærsla á forgjöf.
Ágætu félagar.
Forgjafarnefnd hefur farið yfir árlega endurskoðun forgjafar eins og GSÍ leggur til. Skrifað af Garðari Svans 09.03.2009 12:33Frétt frá RikkaGóðan daginn, Skrifað af Þórði Magg 02.03.2009 01:23Helstu fréttirJæja það er nú ekki alveg svo að pósthólfið mitt hafi stíflast vegna fjölda mynda sem mér hafa borist en það er lengi von á einum þannig að ég bíð bara spenntur og vona... Stjórnin hefur nú fundað tvisvar, en gerði þau leiðu mistök að boða ekki varamenn. Þetta hreinlega gleymdist en sú breyting var gerð á síðasta aðalfundi að nú ætti að boða varamenn líka. Biðjum við afsökunar á þessu og lofum bót og betrun. Næsti fundur verður að öllum líkindum fimmtudaginnn 19. mars kl 17 í menntaskólanum okkar. Ef eitthvað markvert gerist á fundunum okkar munum við láta vita en nú erum við helst í því að klára að manna nefndir og slíkt. Hey jú ég gleymi því, við samþykktum að kúluvélin yrði ókeypis fyrir félagsmenn að undanskildu því að rukkað yrði fyrir kúlur á undan stærri mótum, þannig að nú er engin afsökun fyrir því að æfa ekki ![]() Bestu kveðjur. Skrifað af Þórði Magg
|
Vafraðu umFlettingar í dag: 134 Gestir í dag: 37 Flettingar í gær: 228 Gestir í gær: 86 Samtals flettingar: 1642855 Samtals gestir: 192596 Tölur uppfærðar: 20.2.2019 03:35:56 TenglarEldra efni
|
© 2019 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is