Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

03.06.2019 14:55

Hjartastuðtæki á Bárarvelli


Á föstudaginn 31 maí var Golfklúbbnum Vestarr afhent hjartastuðtæki að gjöf frá
Kvenfélaginu Gleym mér ei og Lionsklúbbi Grundarfjarðar.

Það voru þær Hrafnhildur Jóna frá Kvenfélaginu Gleym mér ei og
María Ósk frá Lionsklúbb Grundarfjarðar sem afhentu tækið.
Garðar Svansson formaður Vestarr tók við tækinu og þakkaði fyrir gjöfina.

Það hefur þurft að kalla til læknir í bráðaútkall á Bárarvöll og er útkallstími það
mikill að talið er brýn þörf á að staðsett sé hjartastuðtæki við golfvöllinn,

Þegar leitað var Lion og kvenfélagsins um aðkomu þeirra að því að hafa til taks tæki
á Bárarvelli, var strax gefið jákvætt svar af þeirra hálfu og á föstudaginn var tækið
formlega á Sjómannadagsmóti G.Run hf.
Fjölmenni var á mótinu sem að venju var skemmtimót af bestu gerð.Vafraðu um

Flettingar í dag: 151
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 281
Gestir í gær: 60
Samtals flettingar: 1744695
Samtals gestir: 210336
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 13:06:17

Tenglar