Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

29.08.2018 22:17

Ótitlað

Ragnars og Ásgeirs mót vegna 50 ára afmælis Þóreyjar Jónsdóttur

 

Laugardaginn 25.september var haldið golfmót af Flutningafyrirtæki Ragnars og Ásgeirs af tilefni 50 ára afmælis Þóreyjar, eins af eigendum fyrirtækisins. Það mættu 48 manns til leiks í blíðskaparveðri. Spilamennskan var nokkuð góð og spiluðu tveir kylfingar á 78 höggum eða 6 höggum yfir pari, sem verður að teljast mjög gott. Það voru þeir Rögnvaldur Ólafsson og Hinrik Hinriksson. Kristín Pétursdóttir vann punktamótið á 41 punkti. Kristín gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8.braut vallarins og er henni óskað hjartanlega til hamingju með það.


 
Þökkum fyrirtækinu Ragnari og Ásgeiri fyrir gott mót  og þátttakendum fyrir frábæran dag!

                     Stjórn Golfklúbbsins Vestarr

Vafraðu um

Flettingar í dag: 1224
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 1805861
Samtals gestir: 221101
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 19:56:57

Tenglar