Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

29.08.2018 21:36

Stjórnarfundur 20.08.2018

Stjórnarfundur hjá Golfklúbbnum Vestarr þann 20.08.2018 kl. 20.00.

Haldinn í golfskála að Bárarvelli.

Mættir: Garðar Svansson, Einar Þór Jóhannsson, Helga Ingibjörg Reynisdóttir, Gunnar Ragnarsso og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

1.    Afmælismót. Ragnar og Ásgeir sjá um vinninga og allt annað. Umræður um ræsi en Garðar tekur það að sér.  Þurfum fleira fólk í mótanefnd. 

2.    Ístaksmót.  Spilað verður með Texas fyrirkomulagi. Ístak sér um verðlaun og veitingar. Þeir munu einnig styrkja klúbbinn. Það verða fáir heima úr stjórninni og þarf því að finna einhvern til að sjá um mótið.

3.    Kristmundarbikarinn og Ryder.  Kristmundarbikarinn verður þann 8. Í stað 9. Sept. en Ryderinn verður þá þann 9. Í Hólminum.  Gunnar sér um að útvega vinninga frá iðnaðarmönnum á svæðinu. Spilaðar verða 18 holur og tveir saman. Betra skor gildir á skorkorti.

4.    Staða fjármála. Eigum ekki mikinn pening en erum ekki í vandræðum.  Lítið lausafjármagn. Gengur illa að fá styrkina greidda.

5.    Árshátið. Ákveðið að halda árshátið þann 15.sept.  Mót og matur í skála. Eddi, Svanur, Guðni Hall og Palli Guðm. Sjá um árshátíðina.

6.    Tjaldsvæði. Ræða við bæinn um tjaldsvæði bæjarins og athuga möguleika á því að golfklúbburinn reki það ásamt því að setja upp tjaldaðstöðu við golfvöllinn. Gert í samstarfi við bæinn og Martein í Bár.

7.    Önnur mál.  Umræða um völlinn, ástand hans og það sem þarf að gera.

 

Fundi slitið kl.21.20

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

Vafraðu um

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 125
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 1769071
Samtals gestir: 214297
Tölur uppfærðar: 21.2.2020 02:57:24

Tenglar