Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

12.05.2016 14:14

Stjórnarfundur 26.04.2016

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn í golfskálanum að Bárarvelli þann 26.04.2016 kl.20.30

Mættir: Garðar Svansson, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Guðni Hallgrímsson, Ágúst Jónsson, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

1.   Mótaskrá. Farið var yfir mótaskrána. Formenn klúbbanna ætla að hittast og ræða kvennamótin, fyrirkomulag þeirra og fl.. Búið er að færa Vesturlandsmót kvenna. Ýmsar dagsetningar voru ræddar en enginn ákvörðun tekin. Konur í stjórn Vestarr voru ekki ánægðar með þessa ákvörðun formanna.

2.   Starfsmannamál.  Guðrún Björg verður í skála. Gummi Reynis verður eitthvað í sumar en verður þó í fríi í júní.  Ekki er vitað með aðra starfsmenn. Það þarf að fara á stúfana sem fyrst og leysa þau mál.

3.   Jökulmílan 2.júlí.  Það þarf að kaupa fleiri borð og ýmislegt annað. Fara vel yfir hvað á að hafa mikið af brauði og súpu.

4.   Vélamál. Búið er að panta brýningu fyrir það sem þarf. Garðar er að leita að brautarvél. Umræða kom upp á sameiginlegum fundi klúbbanna að samnýta vélar og fá veltikött.

5.   Fyrirspurn frá LEK að spila á vellinum fyrir 3000.-  Það var auðsótt mál.

6.   Samstarf klúbbanna á Nesinu.  Það stendur til að efla kennslumálin.  Að samnýta vélar og tæki.  Ef eitthvað sem snertir alla klúbbana að bera sig þá saman.  Það mun áfram vera 500.- vallargjald á milli klúbbanna.  Mótanefndir skoði sameiginlega HSH mótið.  Landsbankinn styrkir alla klúbbana með sömu upphæð.

7.   Nefndir.  Mótanefndin er fullmönnuð: Gústi, Gunni, Anna M., Systa, Eddi og Ragnar Smári

Skálanefnd er aðeins ein manneskja sem er Guðrún Björg en hún ætlar að reyna að fá einhvern með sér.  Fjáröflunarnefnd: Heimir og ?. Í vallarnefndinni eru Guðni, Bent, Kjartan og Steinar. Það hefur enginn boðið sig fram í kvennanefndina og munu stjórnarkonur boða til súpufundar í næstu viku.  Í nýliða- og unglinganefnd er enginn ennþá.

8.   GSÍ kort.  Klúbbarnir fá fleiri kort en vanalega en það mun kosta 1500.- á alla velli.

9.   Sveitakeppni GSÍ.  Við þurfum að finna fyrirliða fyrir bæði karla og kvennaliðin. Alls ekki seinna en um miðjan maí.

10Önnur mál.  Það þarf að lyfta verkfæragáminum um 50 cm. Það flæddi inní hann í vetur og lá við  stórskemmdum.                                                                                                                                         

      Það þarf að skipta um hurð í skála. Búið að ræða við smið vegna þess.  Gamla hurðin fer í settagáminn.   Vinnudagur verður fljótlega.                                                                                             Vinabæjasamningur var gerður við Golfklúbbinn í Sandgerði.                                                                 Rætt var um að kaupa lítinn frystiskáp.  Einnig var rætt um hljóðdempandi plötur í loftið. 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.10.00

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

Vafraðu um

Flettingar í dag: 130
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1736594
Samtals gestir: 209376
Tölur uppfærðar: 22.11.2019 04:54:51

Tenglar