Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

20.02.2014 20:00

Fundur stjórnar

Mættir: Garðar, Systa, Unnur Birna, Bryndís, Pétur, Ágúst og Kristín

1. Íþróttadagur. Hulla ætlar að hafa umsjón með Snag á Hreystiviku ásamt Pétri. Tveir til viðbótar verða fengnir með.

2. starfsmannamál. Verið er að reyna að fá Gumma Reynis til starfa í sumar. Sveitarfélagið búið að samþykkja að einn úr unglingavinnunni verði á golfvellinum. Skoða á einnig hvort hægt verði að fá Gumma Gísla til starfa.

Bílamál starfsmanns rædd í framhaldi af þessu. Stjórnin ætlar að athuga með að klúbburinn greiði honum bílakostnað. Hugmynd um að kaupa bíl.

3.  Nefndir.

Ungliða- og nýliðanefnd: Pétur, Jófríður, Hulla

Mótanefnd: Ágúst, Anna María, Gunnar, Eðvarð, Systa

Kvennanefnd: Bryndís, Kolbrún, Guðrún B., Vantar eina í viðbót

Fjáröflunarnefnd: Ásgeir, Páll, Unnur Birna, Garðar

Vallarnefnd: Hermann, Steinar Kristín

Skálanefnd: Systa, Dagbjartur, Anna María.

Það þarf að fara að huga að afmælisnefnd þar sem klúbburinn verður 20 ára á næsta ári.  Þarf að auglýsa eftir áhugasömum á að starfa í nefndinni. Stjórnin óskar eftir ábendingum um einstaklinga í nefndina.

4. Önnur mál:

Hugmynd um að hafa karladaga í sumar líkt og konudagar kvenna.

Beiðni kom frá Samskip um kostnað á golfmóti í sumar. Tillaga að bjóða þeim styrktarsamning.

Fjáröflunarnefnd, móta- og skálanefnd fari í að ná samkomulagi við þá.

Þarf að fara að setja niður mót sumarsins.

Gjöldin fara að fara út. Félagsmenn þurfa að vera búnir að ganga frá eða semja um sín gjöld fyrir 1. júní svo þeir séu gjaldgengir á mót sumarsins.

 

Vafraðu um

Flettingar í dag: 1201
Gestir í dag: 64
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 1805838
Samtals gestir: 221100
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 19:23:45

Tenglar