Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

02.09.2013 15:36

Vestarr konur.


Grundfirskar konur sigursælar á Vesturlandsmótinu í golfi

Hið árlega Vesturlandsmót kvenna í golfi var haldið á Víkurvelli í Stykkishólmi sl. laugardag. Veðurspáin fyrir laugardaginn var ekki góð, en 32 konur létu hana ekki hafa áhrif á sig og léku 18 holur í prýðilegu veðri í Hólminum. Mótið er sveitakeppni klúbbanna þar sem þær fjórar skipa sveit hvers klúbbs sem eru með besta skorið. Í sveitakeppninni hafði sveit Golfklúbbsins Vestarr í Grundarfirði sigur annað árið í röð. Sveitina skipuðu þær Anna María Reynisdóttir, Bryndís Theódórsdóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir og Kristín Pétursdóttir. Sveit Mostra í Stykkishólmi varð í öðru sæti og sveit Golfklúbbs Borgarness í því þriðja. Í punktakeppninni urðu úrslitin þau að Kristín Pétursdóttir GVG fékk 35 punkta og þær Íris Jónasdóttir GJÓ og Guðrún Björg Guðjónsdóttir GVG fengu 34 punkta hvor.

 

 

 

Einnig voru veitt verðlaun fyrir höggleik án forgjafar. Anna María Reynisdóttir GVG lék best á 89 höggum og er því Vesturlandsmeistari kvenna 2013. Í öðru sæti varð Auður Kjartansdóttir GMS á 91 höggi og Hugrún Elíasdóttir úr GVG varð þriðja á 92 höggum. Að loknu mótinu var kvöldverður um borð í Særúnu í Stykkishólmshöfn þar sem verðlaun voru afhent og keppendur áttu saman skemmtilega kvöldstund.

Fjölmörg fyrirtæki í Stykkishólmi og víðar af Vesturlandi styrktu mótið með því að gefa verðlaun og vilja konurnar í Golfklúbbnum Mostra, sem héldu mótið að þessu sinni, þakka fyrir þann stuðning.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 182
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 212
Gestir í gær: 47
Samtals flettingar: 1736646
Samtals gestir: 209380
Tölur uppfærðar: 22.11.2019 05:31:18

Tenglar