Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

07.06.2012 10:31

Settagámur

Kæru félagar, frá og með deginum í dag er settagámurinn kominn formlega í notkun.
Það þýðir að þeir sem ekki eru búnir að kaupa eða leigja sér pláss verða að fjarlægja settin sín eða annan útbúnað sem þeir eiga og er í gámnum.

Settageymslan verður læst frá og með deginum í dag.

Leiga á plássi er kr 5.000 per ár
Kaup á plássi er kr 30.000 - þá er um eign að ræða sem erfist eða hægt er að selja aftur.  Ætíð stendur til boða að klúbburinn kaupi plássið aftur á hálfvirði.
Einnig verða settir upp standar sem hægt er að setja samanbrotin sett upp í, á tveim hæðum.  Þau pláss vera seld á 10.000 en eftir er að koma þeim upp.

Enn er smá vinna eftir í gámnum, eftir er að marka nákvæmlega útlínur plássana, klæða tvær hliðar, koma fyrir ljósum og einnig mun eftirlitsmyndavél vakta gáminn.  Þeir sem eiga pláss geta sett upp skápa eða hvað annað sem þeir vilja hafa í sínu plássi.

Áhugasamir um kaup eða leigu vinsamlegast hafið samband við Þórð Magnússon.

PS.  Muna að mæta á mótið í dag!

Vafraðu um

Flettingar í dag: 1257
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 1805894
Samtals gestir: 221102
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 21:03:07

Tenglar