Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

06.05.2012 14:10

Bikarkeppni Vestarr 2012

Búið er að opna fyrir skráningu í bikarkeppni Vestarr 2012

Skráning er á Golf.is

Dregið verður í Golfskála þann 20 maí kl. 16.00 á kynningarfundi um sumarstarfið.

Reglur um keppnina hafa verið uppfærð og eru keppendur hvattir til að lesa þær og kunna. Ef upp kemur ágreiningur skulu keppendur leita til dómar.


Reglugerð fyrir Bikarkeppni GVG.

 1. grein

Leika skal golf í einu og öllu eftir reglum "The Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews and The United States Golf Association". Staðarreglur gilda eins og þær eru hverju sinni. Leikið er með fullri vallarforgjöf, en leikin er 18. holu holukeppni í hverri umferð. Verði keppendur jafnir eftir 18 holur skal spila 4 holu bráðabana þangað til úrslit fást. Spila skal  1,2,8 og 9 holu með forgjöf.

 2. grein

Leikmenn skulu koma sér saman um leiktíma og spila keppendur samkvæmt leikreglum um holukeppni saman. Komi leikmenn sér ekki saman um leiktíma þannig að þeir ljúka ekki leiknum innan tímaramma, falla báðir leikmenn úr keppni. Mæti leikmaður ekki til leiks fellur hann úr keppni og hinn telst sigurvegari og kemst áfram í næstu umferð.

 3. grein

Komi upp ágreiningur um reglur, skor eða annað skulu leikmenn fá úrskurð dómara mótsins. Úrskurður dómara er endanlegur. Mótanefnd skipar dómar

 4. grein

Leikmaður á rétt á vitneskju um forgjöf keppinautar síns eins og hún er þegar leikur hefst og er skylt að gefa keppinauti sínum upp eigin forgjöf eins og hún er á leikdegi.Gefi leikmaður upp ranga vallarforgjöf dæmist hann sjálfkrafa úr keppni.

 5. grein

Leikmenn skulu leytast við að trufla ekki leik hjá andstæðingi sínum á neinn hátt. Framkoma leikmanna skal vera tilhlýðileg að öllu leyti. Brot geta varðað frávísun.

 6. grein

Mótanefnd dregur leikmenn saman í fyrstu tvær umferðir, en fjöldi leikja þar ræðst af þátttöku og miðar að því að í næstu umferð séu leikin 32/16/8 manna úrslit.  (Ef t.d. 26 skrá sig þá þarf að leika 26-16=10 leiki þannig að næsta umferð er þá 16 manna úrslit, en dregið er hver mætir hverjum í þeirri umferð.

Þegar leikmenn eru dregnir saman á að prenta nöfn allra sem eru skráðir á sambærilega miða, brjóta þá saman og blanda þannig að alger tilviljun ráði hverjir leika saman.

  7. grein

 Tímamörk:

Skráningu skal lokið fyrir 20 maí.

Fyrstu umferð skal lokið ekki síðar en 11 júní

Annarri umferð skal lokið ekki síðar en 29 júní

Þriðju umferð skal lokið ekki síðar en 20 júlí

Fjórðu umferð skal lokið ekki síðar en 1 ágúst

Fimmtu umferð skal lokið ekki síðar en 15 ágúst

 8. grein

Sigurvegari hlýtur farandbikar sem er gefinn af Toyota á Íslandi og skal hann afhentur á lokahófi GVG að hausti.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 220
Gestir í dag: 50
Flettingar í gær: 207
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1744483
Samtals gestir: 210279
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 09:04:21

Tenglar