Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

24.07.2011 19:01

Fór aftur holu í höggi á 8 braut

Draumahöggið aftur

Þann 8. ágúst 2010 sló Þorvaldur Ingi Jónsson GKG draumahöggið á áttundu holu á Bárarvelli Notaði Þorvaldur 5 járn.

Núna síðasta laugardag þann 23 júlí var Þorvaldur að spila Bárarvöll með félaga sínum Sigurði Péturssyni. Þegar komið var að 8 braut óskaði Sigurður eftir því að Þorvaldur sýndi hvernig ætti að slá á 8 braut. Þar sem nokkur meðvindur var, ákvað Þorvaldur að nota 7 járn núna. Þeir félagar sáu að boltinn skoppaði í átt að pinna en héldu að hann hafði farið framhjá og yfir flöt. Þeir leita stutta stund að boltanum og ákvað Sigurður að kýkja í holu hvort hann væri nokkuð þar. Þar lá boltinn og Þorvaldur með annað draumahögg á 8 braut á Bárarvelli. Glæsilegur árangur

Hér eru myndir af kappanum teknar 2010.


Við í Vestarr óskum Þorvaldi innilega til hamingju með árangurinn.

Vafraðu um

Flettingar í dag: 1224
Gestir í dag: 65
Flettingar í gær: 370
Gestir í gær: 64
Samtals flettingar: 1805861
Samtals gestir: 221101
Tölur uppfærðar: 4.6.2020 19:56:57

Tenglar