Heimasíða Golfkl. Vestarr, stofn. 1995 s: 438-6520

06.10.2016 15:12

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn 22.08.2016 kl. 19.30

í golfskálanum að Bárarvelli

Mættir: Garðar Svansson, Guðni Hallgrímsson, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir

1.    Fundur settur

2.    Fundargerð seinasta fundar samþykkt

3.    Vesturlandsmót kvenna. Það vantar karla til aðstoðar. Þeir sem eru til taks eru: Gulli, Garðar, Guðni, Gústi og  Eddi.

4.    Vallarnefnd. Það verður starfsdagur á föstudaginn kl. 16.00. Það þarf að setja upp tjald fyrir Vesturlandsmótið, taka holur, raka bönkera, ná í  stóla og borð og yfirfara merkingar.

5.    Nefndir. Það vantar fulltrúa allra nefnda nema vallarnefndar.

6.    Fjármálastaðan. Erum orðin frekar aðþrengd. Allir styrkir eru komnir inn. Garðar er búinn að fá tilboð í sláttarkeflin.

7.    Árshátíð. Ekkert að frétta af henni.

8.    Aðalfundur verður haldinn þann 20.nóv. í golfskálanum. Boðið verður uppá bakkelsi með kaffinu.

9.    Önnur mál. Ekkert undir þeim lið.

 

Fundi slitið kl.20.10

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

26.08.2016 12:23

Ótitlað

04.08.2016 09:48

Stjórnarfundur

Stjórnarfundur haldinn 18.07.2016 kl.19.30 í golfskála Bárarvelli.

Mættir: Garðar Svansson, Heimir Þór Ásgeirsson, Guðni Hallgrímsson, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

1.    Fundur settur

2.    Fundargerð seinasta fundar samþykkt

3.    Á góðri stund.  Garðar og Guðni sjá um grillið á bryggjunni.  Meistaraflokkur karla og kvenna sjá um bryggjuchippið sem verður á milli 14.00-17.00 en Garðar sér um verðlaunin.

4.    Starfsfólk í skála. Stjórnin tekur að sér málið.

5.    Nefndir : Vallarnefnd - umræða um staðarreglur og Guðni ætlar að ganga frá þeim.   Mótanefnd - enginn mættur en það þarf að setja inn restina af mótunum.  Fjáröflunarnefnd - hefur lokið störfum. 

6.    Golfkennsla.  Sigurþór (Sissó) kemur helgina 6.-7.ágúst. Hann verður með krakkana á laugardeginum og fullorðna á sunnudeginum

7.    Önnur mál.  Tekið fyrir erindi frá kennanefnd Vestarr vegna Vesturlandsmóts kvenna að það verði haldið 27.ágúst eins og reglugerð allra klúbba á Vesturlandi segir til um.  Ákveðið var að halda dagsetningunni en lagt til að kvennanefndir á Vesturlandi fundi síðar vegna málsins.

 

Fundi slitið kl.20.00

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

 

03.07.2016 13:09

Meistaramót GVG

Meistarmót Vestarr 6-9 júlí


Spilað er frá miðvikudegi til laugardags.  Allir flokkar spila 72 holur.

Skráning er til þriðjdags 5 júli kl. 19.00.


Raðað verður í ráshópa á 1 degi þannig að keppendur spili við mótherja í sínum flokk, síðan verður raðað eftir skori óháð flokkum.


Flokkar verði sem hér segir:

1.flokkur karla 0-12,9 

2.flokkur karla 13.0 og hærra

Öldungaflokkur karla

1.flokkur kvenna 0- 17.9

2.flokkur kvenna 18+ 


Keppendur eru minntir á að mæta á fyrsta teig lágmark 5 mín fyrir boðaðan rástíma.

Keppandi ber einn ábyrgð á að mæta á réttum tíma á teig

Rástímar verða birtir á golf.is kl. 22.30 þriðjudaginn 5 júlí.

Nefndin áskilur sér rétt á að að breyta flokkaskiftingu að lágmarki sólarhring áður en keppni hefst.Þátttökugjald er kr. 4.500.-

Innfalið í þátttökugjalid er grill í mótslok. 

Verð fyrir gesti í grill 2.500 kr.

Áætlað er að grill og verðlaunaafhending hefjist kl: 19:30


Mótstjóri Ágúst Jónsson s: 863-313803.07.2016 10:16

Stjórnarfundur 13.06.2016

Stjórnarfundur 13.06.2016  kl.20.00                                                      

Haldinn í golfskála á Bárarvelli.

Mættir: Garðar Svansson, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Kristín Pétursdóttir, Anna María Reynisdóttir, Heimir Þór Ásgeirsson og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

1.   Fundur settur

2.   Fundargerð seinasta fundar.Samþykkt  af öllum viðstöddum

3.   Íslandsmót golfklúbba.  Liðstjórar komnir en þeir eru Ásgeir Ragnarson fyrir karlana og Unnur  Birna Þórhallsdóttir fyrir konurnar.  Áætlaður kostnaður á hvert lið er 100.000.- fyrir utan bensínkostnað.

4.   Jökulmílan 2016.  Kristmundarbikarinn færist til 3.júlí. Getum reiknað með 300-350 manns í Jökulmíluna. Ákveðið að búa til kjötsúpu fyrir keppendur en aðrir þurfa að borga fyrir sig.

5.   Nefndir. 

Skálanefnd vill að keypt verða golfsett til útlegu þar sem settin sem eru í skála eru ekki boðleg.  Guðrún vill fá að auglýsa golfið og skálann inní bænum.

Fjáröflunarnefnd er að vinna í málunum sem eftir eru.

Vallarnefnd - enginn mættur.

Mótanefnd rukkar um staðarreglur. Öll mót eru klár. Umræða um Vesturlandsmót kvenna. Unnur og Kristín fara í málið.

6.   Staða golfklúbbsins. Staðan er góð. Keyptum vél án þess að tekið væri lán.

7.   Vélin er komin og reynist vel.  Rafmagnsvesen á stóru vélinni.

8.   Næsti fundur ákveðinn 27.júní.

9.   Önnur mál.  Umræða um merkingar á vellinum.  Höfum áhuga á að fá nýjar merkingar.  Búið er að ræða við Krums um að búa til nýjar merkingar og er það lítið mál. Það þarf líka að endurnýja bekki á vellinum. 

Golfkennari - Garðar ætlar að fara í málið.

 

       Fundi slitið kl.20.50

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

 

29.06.2016 09:49

Jökulmílan 2016


Á næsta laugardag fer fram á Snæfellsnesi reiðhjólakeppnin Jökulmílan

Upphaf og endir keppninar er í Grundarfirði og hefur Golfklúbburinn Vestarr nokkra aðkomu að þessu móti en hlutverk Vestarr er að sjá um nesti fyrir keppendur og súpu í mótslok.

Óskað er eftir aðstoð félagsmanna við framkvæmdina og eru
þeir sem geta aðstoðað hvattir til að hafa samband við Garðar í síma 6621709 eða á facebook síðu klúbbsins  

Á föstudaginn verður hist upp í skóla og gengið frá nesti fyrir keppendur, smurt brauð og fl.
Mætin kl. 14.00 í Grunnskólanum.

Einnig er það á ábyrgð okkar að manna drykkjarstöðvar á meðan keppnin stendur. Þörf er á 1 til 2 starfsmönnum á hverja stöð.
Drykkjarstöðvar eru á eftirfarandi stöðum og einnig opnunartími þeirra,


Hraunkot, 10.30 til 11.30
Búðir 11.00 til 13.30
Stykkishólmur 12.00 til 16.00
Bjarnarhöfn 12.30 til 17.00


Jökulmílan er einn af lengstu hjólreiðaviðburðum sem eru skipulagður árlega á Íslandi. Hringurinn meðfram strandlengju Snæfellsness, vestur fyrir Jökul og til baka um Vatnaleið er um 162 km langur, eða rétt rúmlega 100 mílur. Jökulmílan er því "100 mílureið" eða á ensku "Century Ride" sem er vinsæl tegund hjólreiðaviðburða víða um heim. Eins og tíðkast með slíka viðburði, viljum við skipuleggjendur Jökulmílunna höfða til breiðs hóps hjólreiðamanna.

20.06.2016 11:46

Par 3 holu mót.


Par þrjú holu mót í kvöld þriðjudag, Mótið hefst kl: 20.00. Golfvelli verður breytt í par þrjú holu völl. 

 

09.06.2016 10:25

Stjórnarfundur 30.05.2016

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr 30.05.2016  kl.20.00

haldinn í golfskála að Bárarvelli

Mættir: Kristín Pétursd., Guðrún Björg, Garðar Svansson, Ágúst Jónsson, Heimir Þór og Unnur Birna

1.    Fundur settur

2.    Fundargerðir seinustu tveggja funda. Samþykktar

3.    Brautarvélin kemur til landsins í fyrramálið. Við fengum styrk fyrir flutningnum á henni. Þurfum að leysa úr tolli og borga VSK.  Heildarverð á vélinni verður ca.1.300.000.-  Höfum verið að fá lánaða vél frá Ólafsvík og hafa samskipti við þá verið góð.

4.    GSÍ kortin eru komin. Þurfum að panta fleiri þar sem ekki öll bárust.

5.    Búið að skrá 4 lið í Íslandsmót golfklúbba. Ásgeir Ragnarsson tekur væntanlega að sér liðstjórn karlanna og Guðni Hallgrímsson fyrir öldungana.  Ekki var búið að ganga frá liðstjóramálum fyrir kvennaliðin.  Liðin sjá sjálf um að redda gistingu.  Ákveðið var að ein upphæð væri fyrir allar sveitirnar. Vera búin að ákveða hana fyrir næsta fund. Upphæðin á að miðasts við að dekka gistingu, morgunmat og hádegismat.

6.    Nefndir. Farið var yfir störf nefnda.

7.    Dagskrá framundan.  Sjómannamótið, Bikarkeppnin er byrjuð og fyrstu umferð á að vera lokið þann 15.júní.  Rætt um tveggja daga mótið, sem áætlað er, Jónsmessumótið og fleira.

8.    Næsti fundur ákveðinn þann 13.júní kl.20.00

9.    Önnur mál.  Það þarf að brýna sláttuvélina.  Rætt um að setja nýjar merkingar á völlinn. Unnur ætlar að ræða við fyrirtækið Krums og athuga verð og útlit.  Enn og aftur var talað um að setja upp skilti við endann á Grundargötunni þar sem stendur á golfvöllur. Er hugsað fyrir þá krakka og unglinga sem vilja fara á völlinn en vantar far.

10. Formaður þakkaði Guðrúnu Björgu fyrir gott starf fyrir klúbbinn í hreyfivikunni og sleit fundi kl.21.00

 

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

 

24.05.2016 01:56

Stjórnarfundur 9 maí 2016

Fundargerð.

Stjórnarfundur Vestarr

Haldinn í Golfskálanum Bárarvelli

9 maí 2016.  kl. 20.30

 

Mættir. Guðni Hallgrímsson, Garðar Svansson, Heimir Þór Ásgeirsson, Kristín Pétursdóttir, Guðrún Björg Guðjónsdóttir og Anna María Reynisdóttir í forföllum Ágústs Jónssonar. Unnur Birna Þórhallsdóttir, forfölluð

 

 

1.     Fundur settur. Garðar bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega Önnu Maríu, en hún sat fundin sem fulltrúi mótanefndar

2.     Samþykkt fundargerðar. Ekki lá fyrir fundargerð síðasta fundar og liðnum frestað til næsta fundar

3.     Brautaslátturvél. Garðar greindi frá mögulegum vélum til kaups. Lagt til að keypt yrði vél frá Englandi. Kaupverð 1.100.000. kr.  Jacobsen slf 1880. Árgerð 2007, notuð í 2300 tíma. Ástand sagt gott. Samþykkt samhljóða

4.     Vinnudagur.  Samþykkt að vinnudagur verði föstudaginn 13 maí.

5.     Vinaklúbbakeppni Vestarr og Mostra, karlar. Fyrri keppnisdagur verður 28 maí. Garðar verður liðstjóri. Farið yfir undirbúning og fl.

6.     Sveitakeppni GSÍ.  Umræður um keppnina framundan. Áríðandi að fá liðstjóra sem fyrst. Konur keppa á Selfossi og karlar í Stykkishólmi. Uppstilling liða í höndum liðstjóra en þó æskilegt að lið verði að einhverju leiti byggð á liði síðasta árs. Þar sem meistarmót verður haldið eftir sveitakeppni þá er eiga reglur um val í sveitalið ekki við að þessu sinni.

7.     Reglugerðabreytingar hjá GSÍ. Garðar fór stutt yfir þær reglugerðarbreytingar sem hafa verið kynntar á heimasíðu GSÍ og í tölvupóstum.

8.     Starf nefnda.

a.        Kvennanefnd, ekki er formleg kvennanefnd en konur hafa þó hist á súpufundi og er kvennastarf að fara af stað. Konukvöld á mánudögum.   b.       Skálanefnd, Guðrún hefur leitað til Svans og Rósu um að vera í skálanefnd.  

c.        Mótanefnd hefur sett inn á golf.is mót sem verða á Bárarvelli. Eru mót fyrrihluta sumars kominn inn en von á öllum mótum fljótlega á golf.is.  Ekki er enn kominn styrktaraðili fyrir mótaröð Vestarr.

Farið yfir mótsgjöld sumarsins, sjá önnur mál. Samkvæmt mótaskrá eru um 21 mót á dagskrá sumarsins á Bárarvelli. Aukamót eins og skemmtimót verða sett inn eftir veðri og eftirspurn.   

d.        Vallarnefnd hefur ekki fundað formlega enn, áríðandi að hún hittist og fari yfir verkefni sem þarf að vinna á vellinum í sumar.                                                                              e.           Fjáröflunarnefnd er við störf og hafa fyrirtæki tekið í flestum tilfellum vel í styrkbeiðnir. 

9.     Næsti fundur.  Lagt til að næsti fundur verði miðvikudag 25 maí.

10.                        Önnur mál. 

a.     Vesturlandsmót Kvenna. Ekki er sátt um þá ákvörðun að færa til Vesturlandsmót kvenna. Kvennanefndir á vesturlandi stefna á að hittast og ræða hvaða möguleikar eru í stöðunni. Konur í Vestarr sem eru mótshaldarar þetta árið vilja helst halda óbreyttri dagsetningu.

b.     Kristin fór yfir möguleg frystiskápakaup. Þörf er á litlum frystiskáp vegna geymslu á matvörum, þó í litlu mæli. Guðni og Kristín mun skoða þetta saman.

c.      Skoða þarf stöðuna í holuflöggum og stöngum. Því miður er líftími flagga einungis 1 sumar og því þörf á reglulegri endurnýjun.

d.     Gjaldskrá móta og fl.  Farið var yfir gjaldskrá móta og sölu kaffikorta. Lagt til að mótsgjald í mótaröð verði kr. 2000. Og það sama í Bikarkeppni.  Kaffikort fyrir 1. á kr. 3000.-

 

 

                                                                                                                            Fundi slitið kl. 21: 38

               Garðar Svansson

23.05.2016 23:03

Bikarkeppni 2016


Dregið var í Bikarkeppni Vestarr 2016 á sunnudaginn.

Niðurröðun keppenda er eftirfarandi.
12.05.2016 14:14

Stjórnarfundur 26.04.2016

Stjórnarfundur Golfklúbbsins Vestarr haldinn í golfskálanum að Bárarvelli þann 26.04.2016 kl.20.30

Mættir: Garðar Svansson, Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Guðni Hallgrímsson, Ágúst Jónsson, Kristín Pétursdóttir og Unnur Birna Þórhallsdóttir.

1.   Mótaskrá. Farið var yfir mótaskrána. Formenn klúbbanna ætla að hittast og ræða kvennamótin, fyrirkomulag þeirra og fl.. Búið er að færa Vesturlandsmót kvenna. Ýmsar dagsetningar voru ræddar en enginn ákvörðun tekin. Konur í stjórn Vestarr voru ekki ánægðar með þessa ákvörðun formanna.

2.   Starfsmannamál.  Guðrún Björg verður í skála. Gummi Reynis verður eitthvað í sumar en verður þó í fríi í júní.  Ekki er vitað með aðra starfsmenn. Það þarf að fara á stúfana sem fyrst og leysa þau mál.

3.   Jökulmílan 2.júlí.  Það þarf að kaupa fleiri borð og ýmislegt annað. Fara vel yfir hvað á að hafa mikið af brauði og súpu.

4.   Vélamál. Búið er að panta brýningu fyrir það sem þarf. Garðar er að leita að brautarvél. Umræða kom upp á sameiginlegum fundi klúbbanna að samnýta vélar og fá veltikött.

5.   Fyrirspurn frá LEK að spila á vellinum fyrir 3000.-  Það var auðsótt mál.

6.   Samstarf klúbbanna á Nesinu.  Það stendur til að efla kennslumálin.  Að samnýta vélar og tæki.  Ef eitthvað sem snertir alla klúbbana að bera sig þá saman.  Það mun áfram vera 500.- vallargjald á milli klúbbanna.  Mótanefndir skoði sameiginlega HSH mótið.  Landsbankinn styrkir alla klúbbana með sömu upphæð.

7.   Nefndir.  Mótanefndin er fullmönnuð: Gústi, Gunni, Anna M., Systa, Eddi og Ragnar Smári

Skálanefnd er aðeins ein manneskja sem er Guðrún Björg en hún ætlar að reyna að fá einhvern með sér.  Fjáröflunarnefnd: Heimir og ?. Í vallarnefndinni eru Guðni, Bent, Kjartan og Steinar. Það hefur enginn boðið sig fram í kvennanefndina og munu stjórnarkonur boða til súpufundar í næstu viku.  Í nýliða- og unglinganefnd er enginn ennþá.

8.   GSÍ kort.  Klúbbarnir fá fleiri kort en vanalega en það mun kosta 1500.- á alla velli.

9.   Sveitakeppni GSÍ.  Við þurfum að finna fyrirliða fyrir bæði karla og kvennaliðin. Alls ekki seinna en um miðjan maí.

10Önnur mál.  Það þarf að lyfta verkfæragáminum um 50 cm. Það flæddi inní hann í vetur og lá við  stórskemmdum.                                                                                                                                         

      Það þarf að skipta um hurð í skála. Búið að ræða við smið vegna þess.  Gamla hurðin fer í settagáminn.   Vinnudagur verður fljótlega.                                                                                             Vinabæjasamningur var gerður við Golfklúbbinn í Sandgerði.                                                                 Rætt var um að kaupa lítinn frystiskáp.  Einnig var rætt um hljóðdempandi plötur í loftið. 

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl.10.00

Unnur Birna Þórhallsdóttir

Ritari Golfklúbbsins Vestarr

  • 1

Vafraðu um

Flettingar í dag: 51
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 330
Gestir í gær: 39
Samtals flettingar: 1224520
Samtals gestir: 148537
Tölur uppfærðar: 22.10.2016 01:13:47

Tenglar